Ég kíkti norður á Akureyri um síðustu helgi í frí og datt þá í hug að heyra hvað tískuáhugafólk út á landi hafi um RFF hátíðina að segja. Eins og flestir vita fer hátíðin og allt sem henni tengist fram í Reykjavík og því þótti mér áhugavert að vita hvort íbúar landsbyggðarinnar geri sér ferð suður á hátíðina eða fylgjast með henni á einhvern annan hátt.
Salóme Hollanders – 19 ára – Menntaskólanum á Akureyri – Akureyri
Fylgist þú með RFF?
Já ég fylgist með RFF og hef gert síðustu ár.
Hvaða hönnuð ert þú spenntust að sjá í ár?
Ég er spenntust að sjá Jör, mér fannst línan þeirra í fyrra rosa flott og líklega verður sú í ár ekki síðri. Ég er samt líka spennt að sjá MAGNEA og Scintilla því Scintilla er náttúrulega að koma inn í fyrsta sinn á þessa hátíð með fatahönnun. Þannig ég er spennt að sjá hvað kemur út úr því.
Hefur þú farið á RFF hátíðina?
Nei ég hef aldrei farið, því miður. En ég stefni auðvitað á að fara á næsta ári.
Ætlar þú að gera þér ferð til Reykjavíkur á hátíðina í ár?
Því miður gefst mér enginn tími til að kíkja í ár.
Melkorka Ýr Magnúsdóttir – 19 ára – Nemi – Ísafirði
Fylgist þú með RFF?
Já ég reyni að fylgjast með eins vel og ég get.
Hvaða hönnuð ert þú spenntust að sjá í ár?
Þetta er allt rosalega flottir hönnuðir í ár en ég er líklegast mest spenntust fyrir JÖR, Eyland og Magnea.
Hefur þú farið á RFF hátíðina?
Nei ég hef aldrei haft þann heiður að fara á hátíðina, en fylgist með á netinu og býð alltaf spennt fyrir framan tölvuna eftir myndum og update’um.
Ætlar þú að gera þér ferð til Reykjavíkur á hátíðina í ár?
Nei, ég kemst því miður ekki í ár.
Hekla Björt Helgadóttir – 29 ára – listamaður&skáld -Akureyri
Fylgist þú með RFF?
Ég hafði aldrei fylgst með RFF eða tísku yfir höfuð. Það hafði aldrei heillað mig. Ekki fyrr en vinkona mín Rakel Sölvadóttir fór í fatahönnun í LHÍ. Í gegnum hana sá ég í fyrsta skipti að fatahönnun er alveg jafn listrænt form og hver önnur sköpun. Það var skemmtilegast að sjá hana raða saman ólíklegustu myndum af hinu og þessu sem innspíruðu hana og enduðu svo í flíkum. Það gat verið allt frá herkonum til rimlagardína. Þá fór ég að horfa aðeins öðruvísi á RFF.
Hvaða hönnuð ert þú spenntust að sjá í ár?
Ég hlakka til að sjá hvort Sigga Maija komi ekki með eitthvað pönk.
Hefur þú farið á RFF hátíðina?
Nei ég hef aldrei farið… Ég hef séð myndir.
Ætlar þú að gera þér ferð til Reykjavíkur á hátíðina í ár?
Ég læt kylfu ráða kasti…en á samt ekki pening. Ætli ég sjái ekki bara myndir.
Agnes Erla Hólmarsdóttir – 18 ára – Menntaskólinn á Akureyri – Akureyri
Fylgist þú með RFF? ?
Já, ég fylgist með RFF og hef gert það síðustu ár.
Hvaða hönnuð ert þú spenntust að sjá í ár?
Í ár er ég er virkilega spennt að sjá JÖR en hann er örugglega uppáhalds íslenski fatahönnuðurinn minn. Ég er líka mjög spennt fyrir Magneu og Eyland.
Hefur þú farið á RFF hátíðina?
Nei því miður hef ég aldrei farið. Landsbyggðarlífið maður. En ég hef fylgst með RFF eins og ég get á heimasíðu þeirra og á Trendnet.
Ætlar þú að gera þér ferð til Reykjavíkur á hátíðina í ár?
Ég vildi óska að svo væri, en nei ég kemst því miður ekki á hátíðina.
–
Það er gaman að heyra að hvað stelpurnar eru duglegar að fylgjast með og vonandi drífa þær sig suður einn daginn á hátíðina. Þær munu ekki sjá eftir því.
Ég þakka þeim kærlega fyrir spjallið.
–
Lísa Hafliðadóttir
Skrifa Innlegg