fbpx

RFF 2017

Módelspjallið – Stefán Már

RFF2014

Stefán Már Högnason er einn þeirra sem mun ganga sýningarpallana á RFF í Hörpunni á laugardaginn.

Trendnet fékk að spyrja Stefán nokkurra spurninga um módel ferilinn og lífið.

10001295_10152339509328566_1335217825_n 

Hvernig og hvenær byrjaði þinn módelferill?

Þetta byrjaði í rauninni bara á því að það var haft samband við mig og ég beðinn um að koma og búa til skrá fyrir u.þ.b. 2-3 árum.

Skemmtilegasta verkefni hingað til?

Skemmtilegasta verkefnið sem ég hef tekið að mér var klárlega fyrir Nova, var beðinn um að skeita í auglýsingu hjá þeim. Frear basic að fá að skeita sem ég elska að gera og fá borgað fyrir það.

Verðuru var við aukna kvenhylli eftir að þú byrjaðir að sinna verkefnum sem þessum?

Veit það nú ekki, en það koma kannski af og til upp einhver þannig móment. Tek ekki of mikið eftir því.

Hvaða hönnuði ertu spenntustur fyrir á RFF í ár?

Ég er að sjálfsögðu spenntastur fyrir Jör, hefði ekki sýnt fyrir neinn annan.

148879_10152339509348566_1470883897_n

Hvar verslaru þér helst föt – uppáhalds merki?

Er mikið fyrir Primark og Topman. Líka fatamarkaðir, elska að finna eitthvað flott vintage. Uppáhalds merkin myndu vera Brixton, Black Scale, Krew, Alis, Huf ásamt fleirum.

Eitthvað sérstakt sem þú gerir til að undirbúa þig fyrir svona verkefni?

Undirbý mig mest lítið, skelli mér í sturtu og hef það rólegt.

1236037_10152339509288566_1775332507_n

Framtíðarplön?

Í augnablikinu er ég að vinna hjá Joe & the Juice og hef það fínt þar. Safna pening í smá tíma og fara svo í hljóðtækninám í Berlín. Svo getur alltaf eitthvað óvænt komið upp í millitíðinni – Einn dag í einu er best.

Við þökkum Stefáni Má kærlega fyrir spjallið og hlökkum til að fylgjast með honum á laugardaginn kemur.

Margrét Þóroddsdóttir

Fólkið á bakvið tjöldin - RFF 2014

Skrifa Innlegg