fbpx

RFF 2017

Módelspjallið – Ólöf Ragna

Ólöf Ragna Árnadóttir er ein af módelunum sem mun ganga sýningarpallana á RFF hátíðinni í ár.
Ólöf Ragna er þaulvön í bransanum og fengum við að spyrja hana aðeins út í hátíðina, módelferilinn, lífið og tilveruna.

1

Hvernig og hvenær byrjaði þinn módelferill?
Minn módelferill byrjaði árið 2012 þegar ég fór á framkomu námskeið Eskimo. Þar var Tatíana leiðbeinandi og hún kom mér á skrá hjá Eskimo og skráði mig í fyrirsætukepnina Next. Ég lenti í öðru sæti í þeirri keppni og eftir það fór minn ferill af stað.

Áttu þér uppáhalds módel sem er þér fyrirmynd?
Ég á mér ekki beint fyrirmynd en það eru samt nokkrar í uppáhaldi og þykir mér gaman að fylgjast með því sem þær gera.

3

Hefur þú mikinn áhuga á tísku?
Ég hef mjög gaman að því að skoða myndir frá tískupöllum og svona og reyni að dressa mig upp við sérstök tilefni en annars klæðist ég helst bara einhverju þægilegu.

Skemmtilegasta verkefni hingað til?
Það er erfitt að velja á milli og finnst mér öll verkefnin hafa verið skemmtilg og það er alltaf gaman að kynnast nýju og skemmtilegu fólki. En það sem stendur samt uppúr er ábyggilega að vinna fyrir Elle Magazine í Singapore.

5

Hvaða hönnuð ert þú spenntust fyrir á RFF hátíðinni í ár?
Ég er spennt fyrir þeim öllum og hlakka til að sjá nýju línurnar þeirra.

Eitthvað sérstakt sem þú gerir til að undirbúa þig fyrir svona verkefni?
Ég reyni að borða hollt, fá nægan svefn og drekka nóg af vatni.

Framtíðarplön?
Ég ætla fyrst og fremst að vinna í því að klára framhaldsskóla og svo mun það bara koma í ljós seinna hvað ég mun gera í framtíðinni því eins og er hef ég ekki hugmynd um það hvað mig langar að gera.

4

Við þökkum Ólöfu Rögnu kærlega fyrir spjallið.

 Lísa Hafliðadóttir

Fólkið á bak við tjöldin

Skrifa Innlegg