Marteinn Urbancic er einn þeirra sem mun ganga sýningarpallana á RFF í Hörpunni á laugardaginn.
Trendnet fékk að spurja Martein nokkurra spurninga.
Hefuru lengi starfað sem módel? ,,Ég byrjaði að starfa sem módel á vegum Eskimo í febrúar 2012.”
Skemmtilegasta verkefni? ,,Það eru strax nokkur verkefni sem koma upp í hugann, en ég hef tekið þátt í mörgum mjög furðulegum prufum. Ég held að fyrsta göngusýningin mín standi samt upp úr en hún var fyrir 66°Norður á sýningapalli í Bláa Lóninu, það var mjög sérstakt.”
Eru félagarnir afbrýðisamir yfir athyglinni sem þú færð? ,,Ég er nú svo heppinn að vera í þannig vinahópi að þeir eru flestir alveg mjög athyglissjúkir og fá sjálfir alveg nóga athygli í skólanum. Þannig ég held að ég sé ekkert að taka neina athygli frá þeim.”
Framtíðarplön? ,,Planið er að klára stúdentspróf úr Verzló í maí, spila fótbolta í sumar og í ágúst fer ég til Florida í háskóla á fótboltastyrk ásamt kærustunni. Vonandi get ég haldið eitthvað áfram í þessum bransa með skólanum úti, en ég kem heim á sumrin.”
Hvar verslaru helst föt – uppáhalds merki? ,,Ég bý við þau forréttindi að vera sonur flugfreyju, þannig ég reyni að versla föt í útlöndum. Þar verður Urban Outfitters oftast fyrir valinu ásamt Zöru, Topman og Asos. Hér heima hef ég mikið verslað í Sautján og KronKron.”
Tekuru þátt í mottumars? ,,Ég get stoltur sagt að ég hafi tekið þátt í mottumars og er skráður í lið Verzlunarskóla Íslands. Mottan þurfti hinsvegar að fjúka vegna RFF, en hún verður tekin upp strax aftur að sýningu lokinni.”
Þökkum Marteini kærlega fyrir þetta.
Margrét Þóroddsdóttir
Skrifa Innlegg