Sýningin hennar magneu var að klárast hér í Hörpu og næst er það ELLA. Skemmtilegu efnasamsetningarnar voru afar áberandi en einnig voru öll módelin með virkilega flott höfuðfat. Magnea svaraði tveimur spurningum fyrir okkur:
Hvaðan fékkstu innblásturinn fyrir línuna?
Innblásturinn kemur frá byggingarsvæðum og vinnufatnaði en hugmyndin kviknaði þegar ég heimsótti Berlín í haust. Ég hannaði munstur sem birtist í nokkrum gerðum í fatnaðinum út frá myndum sem ég tók sjálf og svo hef ég þróað nýjar prjónaaðferðir sem eru notaðar með í bland við önnur efni.
Skemmtileg uppákoma sem gerðist í hönnunarferlinu?
Það skemmtilegasta er held ég bara það hversu margir frábærir aðilar hafa verið hjálplegir og boðist til að styðja ungan hönnuð. Mig langar að fá að nýta tækifærið og þakka prentfyrirtækinu Batik, skóbúðinni Kaupfélaginu, Seglagerðinni og Funshine kærlega fyrir mig!
Það verður spennandi að fylgjast með Magneu í framtíðinni.
–
Rósa María Árnadóttir.
Skrifa Innlegg