Guðmundur Jörundsson er efnilegur íslenskur fatahönnuður sem hefur á skömmum tíma getið sér gott orð í tískubransanum.
Guðmundur starfar sem yfirhönnuður Kormákar og Skjaldar en hannar einnig undir eigin nafni, JÖR by GUÐMUNDUR JÖRUNDSSON.
Herralína merkisins fyrir sumarið 2013 hlaut mikið lof gagnrýnenda þegar hún var frumsýnd í haust. Á RFF á laugardaginn mun fyrsta kvenlína merkisins verða frumsýnd og afar spennandi verður að sjá hvað kemur út úr því.
Double-breasted jakkar voru áberandi í sumarlínu JÖR
Handgerðir JÖR by GUÐMUNDUR JÖRUNDSSON skór – geðsjúklega flottir.
Bíð spennt eftir að sjá sýninguna í Hörpunni á laugardaginn.
Margrét Þóroddsdóttir
Skrifa Innlegg