fbpx

RFF 2017

Í BEINNI: MAGNEA

HÆ enn og aftur héðan út Hörpu.
Næsta sýning var Magnea en hún var að taka þátt á RFF í annað sinn.

Hvaðan fékkstu innblásturinn fyrir línuna?
Síðasta lína MAGNEA sem sýnd var á RFF í fyrra hét BETWEEN BLACK AND BLUR. Við erum að fylgja þeirri línu eftir með nýjustu línu okkar THERE WAS BLUE. Við sóttum innblástur í gallaefni, bæði hvað varðar liti og efnisnotkun. Við skoðuðum sögu gallaefnisins, hefðbundnar flíkur úr gallaefni, smátriðin í þeim og í raun öll möguleg gallatrend seinnihluta 20.aldarinnar! Við skoruðum á sjálfar okkur á að láta denim-on-denim virka og út frá því konsepti og gallefninu sjálfu hönnuðum við prjónuðu efnin og vinnum með knit-on-knit samhliða gallaefninu.

Hvað er skemmtilegast við RFF?
Það skemmtilegasta við RFF er að sjá hönnun MAGNEA verða að veruleika á sýningarpallinum og allt smellur saman í einni heildarmynd – föt, tónlist, hár, förðun og lýsing. Þátt¬taka á RFF er mik¬il¬væg kynn¬ing fyr¬ir okkur sem fyr¬ir¬tæki en ekki síður fyr¬ir ís¬lensk¬an fata¬hönn¬un¬ariðnað í heild sinni og það hefur gríðarlega mikla þýðingu fyrir hönnuði að geta sýnt línurnar sínar í eins fagmannlegum umgjörðum og RFF hátíðin er.

Hvaða skilyrði leggur þú helst uppúr að hönnun þín uppfylli?
Við erum alltaf að sækjast eftir því að blanda prjónaefni og íslenskri ull saman við önnur efni og með þessari línu gerðum við það með gallaefni, en einnig unnum við með ákveðna blöndun á íslensku ullinni til að gera hana þægilegri. Markmiðið er svo alltaf að hafa gaman af ferlinu og finna nýjar leiðir til þess að búa til eitthvað nýtt og ferskt.

IMG_2060

IMG_2072

IMG_2099

IMG_2114

IMG_2121

IMG_2128

IMG_2134

IMG_2140

IMG_2168

IMG_2185

IMG_2204

IMG_2206

IMG_2219

IMG_2233

Gráir og bláir tónar voru ríkjandi en rauðappelsínuguli liturinn poppaði þetta skemmtilega upp. Þægindin voru greinilega í fyrirrúmi þar sem over-sized kápur voru áberandi og virkilega flott matching sett sem komu vel út.

Lísa Hafliðadóttir

Í BEINNI: SCINTILLA

Skrifa Innlegg