fbpx

RFF 2017

Í BEINNI: JÖR

Hæ héðan úr Hörpu!
Við höldum áfram að blogga í beinni og seinni sýning kvöldsins var JÖR. Hann stóð heldur betur undir væntingum.

Hvaðan fékkstu innblásturinn fyrir línuna?
Þessi lína er kominn úr einhverskonar fjúsjon heimi næntís, bondage, gradient sci-fi örlaga sturlunar. Línan heitir dreizehn (13) en talan hefur verið mér mikil happatala í gegnum tíðina, enda fæddur föstudaginn þrettánda, þrettán merkur, þrettán mínútur yfir tvö. Talan hefur einnig verið mikill örlagadagur hjá JÖR og hefur mikið komið upp. Svo hitti svo fáránlega á að sýningin er föstudaginn þrettánda en Gunnar Örn meðeigandi minn hjá JÖR á einmitt afmæli í dag. Það hafði staðið lengi til að búa til 13 línu og þegar sýningardagurinn hitti á föstudaginn þrettánda var ekki aftur snúið. Þetta eru mörg element sem sjóðast saman og svo má bara hver og einn búa til sinn heim úr þessu, en ég er ekki frá því að það sé smá goth rómans í gangi þetta season-ið.

Skemmtileg uppákoma sem gerðist í hönnunarferlinu?
Við flugum Þórði bróður út í verksmiðju í Eistlandi til að sækja hluta af sýningarfatnaðinum. Það var frekar gott mission. Ég er samt ekker að springa úr hlátri, en það var hressandi.

Hvaða skilyrði leggur þú helst uppúr að hönnun þín uppfylli?
Ferskleika, frumleika, gæði en fyrst og fremst að þetta sé bara töff.

IMG_0852

IMG_0858

IMG_0867

IMG_0890

IMG_0911

IMG_0926

IMG_0935

IMG_0954

IMG_0969

IMG_1031

IMG_1053

IMG_1068

IMG_1092

IMG_1107

IMG_1115

IMG_1127

IMG_1135

IMG_1145

Í byrjun var hvítt áberandi og mjúkir tónar. Hann færði sig svo í grátt og að lokum svart, þá kom gothið meira inní þetta. Sjúklega flott og fersk lína og óskum við Guðmundi innilega til hamingju.

Lísa Hafliðadóttir

Í BEINNI: SIGGA MAIJA

Skrifa Innlegg