Ég er nánast orðlaus eftir síðustu sýningu RFF en það var EYLAND sem slúttaði showinu með stæl!! Mikil spenna lág í loftinu og stemningin í hámarki. Ása Ninna Pétursdóttir, hönnuður EYLAND, svaraði nokkrum spurningum fyrir okkur.
Hvaðan fékkstu innblásturinn fyrir línuna?
Það er sterkur innblástur frá Tomboy stílnum eins og í fyrstu línunni en einnig skoðaði ég mikið 70s rock stílinn og fékk smá þráhyggju fyrir öllum konunum í lífi Mick jagger. Það var ansi áhugavert og af nógu að taka.
Hvaða skilyrði leggur þú helst uppúr að hönnun þín uppfylli?
Ég vil að hönnunin mín standist tímans tönn og að gæði séu alltaf í fyrirúmi.
Skemmtileg uppákoma sem gerðist í hönnunarferlinu?
Þetta var ótrúlega áfalla og uppákomulaust ferli og gekk allt vonum framar. Við ákvaðum strax að að njóta ferilsins og þetta hefur verið sjúklega skemmtilegt frá degi eitt enda erum við með valin mann í hverju horni og ég er ótrúlega þakklát öllum sem hafa komið að þessu ferli.
LEÐUR, RÚSKINN, LOÐ og ég veit ekki hvað og hvað! EYLAND hitti svo sannarlega í mark. Allt svo ótrúlega wear-able!
Takk fyrir okkur og sérstakar þakkir fara til ljósmyndarans, Hildar Erlu! Hægt er að fylgjast með henni HÉR
Rósa María Árnadóttir.
Skrifa Innlegg