Það eru margir sem koma að jafn stórri hátíð og RFF enda í mörg horn að líta. Trendnet spjallaði við Ástu Jóhanns og fékk að vita hvaða hlutverki hún gegnir á hátíðinni.
Hver er þín tenging við RFF hátíðina?
Ég er partur af innlendu pressunni og vinn að almannatengslum fyrir hátíðina ásamt því að sjá til þess að það sé gott flæði á öllum samfélagsmiðlum okkar svo sem facebook, instagram og twitter. (@RFF_IS)
Hvernig finnst þér að vinna að þessum stóra og skemmtilega viðburði?
Mér finnst mjög gaman að vinna fyrir Reykjavík Fashion Festival, ég tók líka þátt í fyrra og langaði að vera aftur með í ár. RFF er stærsta tískuhátíð Íslands og mér finnst frábært að fá að vera partur af hátíðinni.
Hvernig fékkstu þessa stöðu?
Ég hafði samband og sótti um sem sjálboðaliði fyrir RFF N°4 og fékk þar af leyti sömu stöðu aftur í ár.
Skiptir RFF miklu máli fyrir íslenska hönnuði að þínu mati?
Já ekki spurning! RFF er frábær vettvangur fyrir íslenska fatahönnuði og gott tækifæri til þess að sýna hönnun sína vel og koma sér á framfæri.
Hvað hlakkar þú mest til að sjá?
Á laugardaginn hlakka ég mest til þess að sjá ELLU & JÖR vegna þess að mér fannst þau standa upp úr í fyrra og þar af leiðandi spennandi að sjá hvort þau séu jafn flott í ár. Einnig er ég mjög spennt fyrir Magneu Einarsdóttur og Zisku.
Er einhver íslenskur hönnuður í uppáhaldi?
Nei í rauninni ekki, en ég er mjög hrifinn af Sævar Markús, KALDA og Helicopter.
Hefur þú alltaf haft áhuga á tísku?
Nei ég get reyndar ekki sagt það, ætli áhuginn hafi ekki byrjað um menntaskóla aldurinn og hefur svo þróast þétt með árunum
–
Við þökkum Ástu kærlega fyrir spjallið.
Rósa María Árnadóttir.
Skrifa Innlegg