Það eru margir sem koma að jafn stórri hátíð og RFF enda í mörg horn að líta. Trendnet fékk að spyrja þau Berg hjá JÖR BY GUÐMUNDUR JÖRUNDSSON og Guðbjörgu hjá Cintamani nokkurra spurninga varðandi undirbúninginn og vinnuna í kringum hátíðina.
Bergur Guðnason, starfsmaður JÖR BY GUÐMUNDUR JÖRUNDSSON
Hvaða hlutverki gegnir þú á RFF?
Það eru allskonar verkefni sem maður hefur verið að vinna í seinustu daga, vikur og mánuði. Það er gríðarleg vinna og mikið sem þarf að gera og græja fyrir svona sýningu en á sjálfan RFF daginn verð ég baksviðs að dressa svo verð ég ábyggilega að hjálpa til og aðstoða við hvað sem er ef tími gefst til þess. Annars einkennist stemningin baksviðs af stressi og adrenalíni svo þetta snýst mikið um teamwork, þetta er bara eins og í boltanum.
Er eitthvað sem þú mátt segja okkur varðandi sýninguna í Hörpu á laugardaginn?
Eina sem ég má segja er það að þetta verður tryllt! Hvet alla til þess að mæta. Ég get hreinlega ekki beðið eftir laugardeginum.
JÖR BY GUÐMUNDUR JÖRUNDSSON haust/vetur 2013
–
Guðbjörg Stefánsdóttir, innkaupa- og markaðstjóri hjá Cintamani
Hvaða hlutverki gegnir þú á RFF?
Ég sé um markaðsefni sem snýr að verkefninu og fæ þann heiður að aðstoða módelin okkar og hönnuði baksviðs á sýningardegi.
Er eitthvað sem þú mátt segja okkur varðandi sýninguna í Hörpu á laugardaginn?
Við erum að fara að frumsýna Heimskautafarann sem eru nýjar parkaúlpur hannaðar af Jan Davidson en Jan stofnaði Cintamani 1989 og uppruna Cintamani má einmitt rekja til heimsskautanna en Jan hannaði í upphafi fatnað fyrir m.a Harald, Ingþór og Harald Örn sem fóru á heimsskautin. Þessi hönnun Jans er því hrikalega flott tenging við uppruna vörumerkisins.
Hvaða línu ert þú spenntust fyrir að sjá?
Það er virkilega áhugavert að sjá hversu breiðan og færan hóp hönnuða Ísland hefur alið og spannar RFF í ár flesta af mínum uppáhalds hönnuðum. Ég er því mjög spennt fyrir sýningardeginum í heild sinni, auðvitað á Cintamani hug minn allan en ég kem til með að gera mitt allra besta að fylgjast með öðrum hönnuðum í leiðinni.
Hver myndir þú segja að væri helsti kostur Cintamani hönnunarinnar?
Ég er mjög stolt af hönnuðunum okkar þeim Þóru, Rún, Guðbjörgu og Jan Davidson og finnst algjör forréttindi að fá að vinna með þeim. Það sem mér finnst vera helsti kostur í hönnun Cintamani er litadýrðin, gæðin og sniðin. Þú lítur alltaf vel út í Cintamani sama hversu erfið áskorunin er sem þú ætlar að takast á við.
Cintamani haust/vetur 2014
–
Lísa Hafliðadóttir
Skrifa Innlegg