fbpx

RFF 2017

Fólkið á bak við tjöldin

Í ár kemur Unnur Aldís Kristinsdóttir að verkefnastjórn RFF og af því tilefni tók Trendnet stutt spjalla við hana um hátíðina.



Hvaða hlutverki gegnir þú á hátíðinni?

Ég kom inn í verkefnið sem sjálfboðaliði árið 2013, árið eftir sá ég um innlendu pressuna og í ár gegni ég hlutverki verkefnastjóra RFF 2015. Ég get svo sannarlega mælt með því að gerast sjálfboðaliði í svona verkefi, Ég hef öðlast ómetanlega reynslu síðustu ár, kynnst frábæru fólki og svo er þetta líka svo fáránlega skemmtilegt og lifandi verkefni.

Hvernig finnst þér að vinna að þessum stóra og skemmtilega viðburði?

Að vinna að þessum viðburði er á sama tíma mjög lærdómsríkt, krefjandi og skemmtilegt. Ég held að fólk átti sig ekki á því hversu margar hendur koma að svona stórum viðburði (til dæmis – hárgreiðslu-, förðunar-, framleiðsu-, módel- og hönnunarteymi). Ég er því búin að kynnast mjög mikið af nýju og skemmtilegu fólki sem gerir allt ferlið svo miklu betra.

Skiptir RFF miklu máli fyrir íslenska hönnuði að þínu mati?

RFF er að mínu mati mjög mikilvæg hátíð fyrir íslenska fatahönnuði. RFF er einstakur vettvangur fyrir íslenska fatahönnun og stærsta tískuhátið á Íslandi. Með þátttöku í RFF eru hönnuðir að koma hönnun sinni á framfæri og skapa glæsilegt markaðsefni sem nauðsynlegt er í uppbyggingu þessara fyrirtækja. Mikilvægt er líka að hampa samstarfsaðilum RFF, Icelandair, Iceland Glacial Water, Bláa Lóninu, Coke Light og Centerhotels, en stuðningur þeirra er undirstaða Reykjavík Fashion Festival.

Unnur ásamt Guðnýju Kjartans, verkefnastjóra rff í fyrra og Þóreyju Evu framkvæmdarstjóra rff.

Átt þú þér uppáhalds merki meðal þeirra hönnuða sem eru að sýna í ár?

Ég er rosalega spennt fyrir öllum sýningunum í ár, algerlega ómögulegt að gera upp á milli þeirra.

Er eitthvað öðruvísi eða nýtt við hátíðina í ár sem hefur ekki verið áður?

Síðastliðin tvö ár hafa sýningar RFF aðeins verið á einum degi, en í ár ætlum við að breyta út af vananum og hafa tveggja daga hátíð. Sýningar RFF eru mjög ólíkar frá ári til árs, þar sem hver hönnuður hefur sín séreinkenni og má búast við þvílíku sjónarspili sem enginn tískuáhugamaður má láta framhjá sér fara.

Það var uppselt í fyrra þannig að nú fer hver að vera síðastur að tryggja sér miða!

Við þökkum Unni kærlega fyrir spjallið!

Kolbrún Anna Vignisdóttir

Nýtt Líf x RFF

Skrifa Innlegg