fbpx

RFF 2017

Farmers Market – RFF 2014

RFF2014
Farmers Market var fyrsta sýningin í Hörpunni í dag. Línan er klassísk og klæðileg en fyrst og fremst þjóðleg eins og við var að búast.
Við spurðum Berþóru hönnuð nokkurra spurninga.
Hvaðan fenguð þið innblásturinn fyrir línuna?

Ég leyfi yfirleitt móður náttúru að vera minn helsti innblástur og leiða mig áfram í hönnun fyrir Farmers Market, bæði hvað varðar liti og stemmningu en ekki síst þegar kemur að því að velja hráefnin.
Sýningin okkar í ár ber yfirskriftina “Sunnudagur” sem vísar til þess að það var sá dagur vikunnar sem bændur hér á árum áður  klæddu sig í sitt fínasta púss og fóru til kirkju þar sem þeir hittu sveitunga og fjölskyldur að lokinni erfiðri viku í sveitinni.

Hvaða skilyrði leggið þið helst uppúr að hönnun ykkar uppfylli?

Hönnunarlega séð reynum við alltaf að vera trú okkar grunnkonsepti að hanna föt sem endurspegla hnattræna stöðu okkar hér á norðurhveli, þar sem við sækjum innblástur til landanna í kringum okkur eins og Grænlands, Norðurlanda, Englands og Skotlands auk Íslands auðvitað.
Okkar hugmyndafræði byggir fyrst og fremst á sjálfbærni og samfélagslegri ábyrgð í víðum skilningi.  Þessi hugmyndafræði leiðir okkur við val á efnum, framleiðendum og ekki síst í almennum rekstri og fjárhag fyrirtækisins.

DSC_0020

DSC_0023

DSC_0027

DSC_0037

DSC_0053

DSC_0058

DSC_0069

DSC_0081

DSC_0083

DSC_0089

DSC_0093

DSC_0097

DSC_0107

DSC_0110

Virklega falleg sýning í alla staði!

Lísa Hafliðdóttir

Fólkið á bakvið tjöldin - Farmers Market

Skrifa Innlegg