fbpx

Pattra S.

HÁRMASKI

Einhvern staðar las ég að það sé æskilegt að setja maska í hárið 1x í viku, sérstaklega ef þú ert með þurrt hár. Mitt hár er einmitt frekar þurrt en samt búið að batna töluvert eftir að ég klippti það. Þið sem búið í DK, hafið þið tekið eftir því hvað vatnið hérna er slæmt fyrir hárið?

Það er skammarlegt hvað ég er léleg í svona dekur-dúlleríi, ég keypti þennan maska frá Bumble and Bumble í janúar en hef einugis notað hann í tvígang. Annað skiptið var núna um helgina þegar ég átti notalegan&slappan laugardag.  Mæli með honum, mitt hár verður líflegra og glansandi eftir notkun og það besta, kókoslyktin! Ég dýrka allt kókos en það vita flestallir að gamla góða kókosolían er frábært fyrir hárið, nátturulegt&gott.

Sloppurinn er himnesklega mjúkur, komst varla úr honum um helgina -frá H&M

..

I read somewhere that you are supposed to use a hair mask once a week, specially if you have dry hair.  In my case I should probably follow that rule even though my hair got a lot healthier after the haircut.. but I’m just extremely bad at allt that pampering business. I’ve only used this Bumble and Bumble mask twice even though I bought it back in january. Recommend it for all coconut lovers like me and most of you might know that good ol’ coconut oil is very good for your hair. The rope I’m wearing is beyond soft, barely got out of it last weekend -from H&M

PS

SUMARGJÖFIN

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Anna Björg

    3. May 2013

    Já ég hef tekið eftir þessu, örugglega út af kalkinu. Þarf að prófa svona maska ;)