Jæja, nú þegar ég er svona ”næstum” því búin að að jafna mig þá heldur leitin að brúðarkjóli áfram! Er ekki annars eðlilegt að vera að fara gifta sig eftir 2 mánuði og ekki búin að finna sér kjól?! Jú ef þú heitir Pattra.. Þið munið kanski eftir því þegar ég bloggaði um þennan Ó hvað ég væri til í að klæðast honum en það virðist vera ómögulegt að finna hann. Það er samt ágætt að vita svona cirka hvað ég er að leita eftir, ég veit að mig langar alls ekki í hefðbundinn brúðarkjól sem ég get aldrei notað aftur. Mig langar í designer kjól sem ég get átt að eilífu, ég hefði ekkert á móti því að vera í einhverjum af þessum glæsilegum Elie Saab kjólum. Blúndukjólar heilla mig mikið og þótt að ég vil helst vera í hvítum eða kjól í ljósari kantinum þá er ég alveg mikið að fíla þennan bláa þannig að litir er kanski ekki endilega útilokað. Nú verður farið í kjólamission!!
..
Is it normal to be getting married in 2 months and still don’t have a dress?! I know that I’m not going for a typical wedding dress but I want a designer dress that I could own and wear forever. I wouldn’t mind wearing one of these fabulous Elie Saab dresses. Lace is something that I love and at first I was thinking about a white dress or a base color but there’s something about this pretty blue one so perhaps I’m open for wearing colors. Now, let the dressmission begin!!
PS
Skrifa Innlegg