fbpx

Eva Laufey Kjaran

Tryllingslega gott karamellupopp

 

IMG_3672 IMG_3677

 

Gleðilega eurovision viku kæru lesendur. Ég hlakka mikið til að horfa á keppnina í kvöld og vona heitt og innilega að við komumst upp úr okkar riðli… Lagið í ár er einstaklega flott og eru Gréta og co algjörlega frábær. Í kvöld er þess vegna tilvalið að galdra fram gómsætar veitingar, koma sér vel fyrir framan sjónvarpið og hvetja Ísland til dáða.

Karamellupopp

Söltuð karamellusósa

100 g sykur

3 msk smjör

½ – 1 dl rjómi (má vera meira ef þið viljið þynnri sósu)

Sjávarsalt

1 poki popp eða einn meðalstór pottur af poppi

Aðferð: Setjið sykurinn á pönnu og bræðið hann við vægan hita. Gott er að hafa ekki of háan hita og fara hægt af stað. Takið pönnuna af hellunni þegar sykurinn er allur bráðinn og bætið smjörinu saman við og hrærið vel. Hellið rjómanum út í karamelluna og hrærið þar til karamellan er þykk og fín. Í lokin bætið þið saltinu saman við.

Hellið sósunni yfir poppið, mér finnst best að gera það í skál og færið síðan poppið yfir í aðra skál sem þið ætlið að bera það fram í. Einfalt, fljótlegt og sjúklega gott.

 

IMG_3651 (1)

 

 

Njótið vel.

xxx

Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir

Morgunboozt með hnetusmjöri og döðlum

Skrifa Innlegg