Það er alltaf staður og stund fyrir stökka og ljúffenga kjúklingavængi. Það er bæði ótrúlega einfalt að búa þá til og gaman að borða þá, að vísu verður maður að vera með nóg af servíettum en það er nú bara fjör í því. Ég mæli með að þið prófið þessa – þeir eiga eftir að slá í gegn, ég segi það satt.
Buffaló vængir með gráðostasósu
15 – 20 kjúklingavængir
3 msk hveiti
1 tsk salt
1 tsk pipar
1 tsk paprikukryd
2 – 3 Buffalo sósa
Aðferð:
Setjið kjúklingavængi, hveiti og krydd í plastpoka og hrisstið duglega eða þannig að hveiti þekji kjúklingavængina mjög vel.
Setjið vængina á pappírsklædda ofnplötu og bakið í ofni við 180°C í 50 – 55 mínútur. Snúið vængjunum nokkrum sinnum á meðan þeir eru í ofninum.
Þegar þeir eru tilbúnir látið þá í skál og blandið buffalo sósunni saman við, setjið þá aftur á pappírsklædda ofnplötu og inn í ofn við 2 – 3 mínútur.
Berið þá fram með gráðostasósu og sellerí.
Ég keypti þessa sósu í Hagkaup og hún smakkaðist mjög vel, mæli þess vegna með henni.
Gráðostasósa
200 g sýrður rjómi 18% frá MS
3 msk majónes
safi úr hálfri sítrónu
100 g gráðostur
salt og nýmalaður pipar
Aðferð:
Setjið allt í skál og maukið með töfrasprota eða setjið í matvinnsluvél. Maukið þar til sósan verður silkimjúk, kryddið til með salti og pipar.
Njótið vel.
xxx
Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir
Skrifa Innlegg