fbpx

Eva Laufey Kjaran

Eggja- og beikonskálar sem allir elska

IMG_4857

Um helgar er tilvalið að nostra svolítið við morgunmatinn og í morgun útbjó ég þessar einföldu og gómsætu eggja- og beikonskálar. Ég mun pottþétt bera þessi egg fram í næsta brönsboði en þau er ótrúlega góð, maður fær allt í einum bita. Stökkt beikon, stökkt brauð og silkimjúkt egg. Ef þið eigið ferskar kryddjurtir er tilvalið að nota þær með og ég átti ferskt timían sem ég sett ofan á eggja- og beikonskálarnar mínar. Það mætti segja að þetta væri lúxus byrjun á deginum og ég mæli svo sannarlega með að þið prófið.

IMG_4861

Himneskar eggja- og beikonskálar.

Uppskriftin miðast á við fjóra manns en það er ekki óvitlaust að tvöfalda skammtinn enda er þessi uppskrift mjög góð og ekki ólíklegt að fólk vilji tvær múffur.

4 beikonsneiðar
4 brauðsneiðar
4 Brúnegg
Salt og nýmalaður pipar
Ferskar kryddjurtir eftir smekk t.d. timían eða steinselja
Aðferð:
Hitið ofninn í 180°C (blástur)
Skerið skorpuna af brauðinu og mótið litlar skálar með brauðinu með því að þrýsta brauðinu á botninn á eldfasta múffu forminu.
Vefjið eina beikonsneið utan um hverja brauðsneið og setjið í eldfasta múffu formið.
Brjótið eitt egg í hverja skál.
Kryddið til með salti, pipar og ferskum kryddjurtum.
Bakið við 180°C í ca. 10 mínútur. Fylgist með eggjunum en þau eru tilbúin þegar eggin eru stíf.
Berið fram og njótið með morgunkaffibollanum.

IMG_4862 IMG_4865
IMG_8707

 

Njótið vel.

xxx

Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir

Jólasúkkulaði með miklum rjóma

Skrifa Innlegg