H&M Dúkkuleikur

Uncategorized
Ji mér líður eins og lítilli stelpu núna,
Var að skoða allt nýja stuffið á H&M síðunni eins og usual og þar er nýjung komin þar sem þú getur klætt módel í og úr fötum sem þig langar í! Býrð þér til þitt outfitt og ferð svo og shoppar!!
Hahah snilld:)
Veit reyndar vel að þessi búð er ekki heima, en það er samt hægt að nota þetta til að ákveða dress kvöldsins!! Mega fine módel og flott dress til að klæða þær í.
Hvað er ekki gaman við það:)
Var að leika mér smá:)
Þessar fengu bara casual look, þær voru ekkert í gírnum að fara í partíkjóla
Á þessi ekki bara að vera svona? Mega hottí:)
Æj ok, hann fékk líka dress. Þið mynduð nú ekki segja nei við þessum stelpur? (Þið sem eruð á lausu híhí)
Ef þið hafið smá time getiði tékkað á þessu. Lúmskt gaman:)
-S

Happy Halloween

Uncategorized
x

Í nýjasta tölublaði Harper’s Bazaar má finna þessa Halloween myndaseríu eftir
hinn víðfræga Tim Burton sem er heilinn á bakvið myndir eins og Beetlejuice, Edward Scissorhands,
The Nightmare Before Christmas
og Charlie and the Chocolate Factory.

Það má sjá nokkra af helstu karakterum hans birtast fyrir á myndunum og það er
sami stíll á þeim og hefur verið gegnumgangandi í kvikmyndum hans.

Geggjaðar myndir,
nú vildi ég óska að ég væri að fara á ekta Halloween ball :)

Góða helgi og gleðilega hrekkjavöku!

-R