Ég sá stelpu í miðbæ Verona í gær klædda í gyllt tjullpils, mjög casual og frekar víðan síðerma bol og háa pinnahæla. Mig langaði helst til að hlaupa á eftir henni og segja henni hvað mér þótti hún glæsileg en þorði því auðvitað ekki. Þessi stelpa minnti mig óneitanlega mjög mikið á Olivia Palermo og fallega dressið sem hún var í þegar hún gekk að eiga sinn heittelskaða Johannes Huebl fyrr í sumar, sem þið getið séð hér.
Að para tjull eða önnur stór pils við “venjulegar” peysur og jafnvel kúrekastígvél er svo flott t.d í sveitabrúðkaup. Þið útfærið lúkkið auðvitað bara eftir ykkar höfði og gerið það alveg örugglega miklu flottara en þessar myndir sýna hér að ofan. Ég held að aðal atriðið sé að hafa útlitið afslappað og loose og þá erum við í góðum málum ;-)
Og svo er bara að finna þetta tjullpils, já eða að sauma það sjálf..
.. og kannski fá boð í brúðkaup líka, anyone ?
Plís..
Skrifa Innlegg