Ég myndi segja að heitasta trendið í sumar eru stuttbuxur að hætti Elle Ferguson. Elle er bloggari á They All Hate Us en er einnig virk á Instagram þar sem hún póstar killer outfittum og oftar en ekki er hún í stuttbuxum. Við stuttbuxurnar er hún oftast í síðerma flík, t.d blazerum og svo fer hún í háa hæla sem lengir leggina og gerir þá fallegri og útkoman er algjörlega fabulous. Hún er þó að sjálfsögðu líka í lágbotna skóm og rokkar þetta outfitt þannig líka – og við ættum því að geta það sömuleiðis ;-)
Mín helstu sumarkaup eru því flottar stuttubuxur en það er ekki sama hvernig þær eru. Þær eiga að vera frekar lausar og ekki þrengja of mikið að. Sniðið á þeim á einnig helst að vera skáskorið, þ.e klofið á að vera síðara en hliðarnar en það virðist grenna fæturnar og gerir útlitið flottara. Það er því góð hugmynd að finna gamlar og víðar buxur og klippa þær til heima með þessum hætti. Athugið að þetta þurfa ekki endilega að vera gallabuxur, aðalatriðið er að sniðið sé flott og buxurnar vel klipptar. Einnig finnst mér nauðsynlegt að jakkarnir, peysurnar eða skirturnar séu lausar, ekki of þröngar en með þeim hætti verður þetta útlit þægilegt og ekki þvingandi þó buxurnar séu stuttar.
Á einni myndinni sjáið þið Elle í síðri kápu yfir stuttbuxurnar, það er eitthvað sem hentar okkur Íslendingunum vel og hægt að útfæra á mismunandi og smekklegan hátt.
Í dag er 19.mars og því svona tveir mánuðir til stefnu að koma leggjunum í stand fyrir stuttbuxna-seasonið sem er framundan. Framvegis verða engar lyftur teknar og engir rúllustigar og hvert tækifæri nýtt til að styrkja fæturnar svo þær líti nú sem best út. Að auki mæli ég með XEN-TAN tinted moisturizer ( fer af í sturtu ) sem geftur húðinni sérstaklega fallegan ljóma og lit og þar með hraustlegra útlit sem setur punktinn yfir i-ið.
Hvað finnst ykkur ? Er þetta ekki málið ?
Skrifa Innlegg