Ég er líklegast ekki eina foreldri heimsins sem á barn sem vill ekki alltaf borða matinn sinn. Stundum líða heilu dagarnir/vikurnar þar sem hann vill ekki neitt og að sjálfsögðu finnst mér það ekki gott. Ég er þó þeirrar skoðunar að pína matinn ekki ofan í hann en ef hann borðar ekki kvöldmatinn að þá er ekkert annað í boði síðar um kvöldið, nema þá afgangarnir á disknum hans.
Fyrir ekki svo löngu datt mér í hug að kaupa indjánapinnana sem þið sjáið á efstu myndinni í Tiger til að sjá hvort ég gæti “platað” Emanuel til að borða matinn betur. Það svínvirkaði en þegar hann sér diskinn sinn svona litríkan og flottan galopnar hann augun, stekkur til og raðar síðan matnum snyrtilega ofan í sig með tannstönglinum. Þetta varð til þess að ég keypti fleiri ódýra og litríka matarpinna og skreyti nú hafragrautinn hans á morgnanna ( fullan af hempfræjum) og kvöldmatinn á kvöldin, honum og okkur foreldrum hans til mikillar gleði.
Ef þið skoðið myndirnar af þeim frændum að þá sjáið þið á neðstu myndinni að maturinn er næstum því búinn enda sjaldann verið jafn skemmtilegt og gott að borða …
… kjúkling með tortellini, ólífuolíu og parmesan :-)
Skrifa Innlegg