fbpx

MESSI & FAMILY

Fótbolti

Þegar ég var lítil hafði fólk stundum orð á því að Sólrún systir væri sem snýtt út úr nefinu á pabba. Henni fannst það ekki skemmtileg samlíking og skildi ekki hvað fólk meinti með þessu. Auðvitað tengdi hún eitthvað allt annað við þennan frasa en það sem við var átt… haha !

En talandi um það. Litla krúttið hann Thiago Messi fékk að fara inn á völl með Messi, föður sínum, fyrir leik Barcelona og Real Sociedad í gær. Ég held að það sé óhætt að segja að þeir feðgarnir séu nokkuð líkir en þau fá líklegast að heyra það á hverjum degi og oft á dag frá stuðningsmönnum Barcelona. Þegar stuðningsmenn Hellas sjá Emanuel falla þeir í stafi og trúa ekki hvað hann er líkur Emil – alveg eins hár og eins göngulag o.s.frv. Ég get því rétt ímyndað mér hvernig þetta er hjá þeim þarna í Katalóníu…

En það er ekki leiðum að líkjast þar sem þessi litli drengur vann heldur betur í genalottóinu :)

 

Photos via Calciatori & family.

LUNCH

Skrifa Innlegg