fbpx

MAGNEA X AURUM

BrúðkaupHönnunÍsland

Skartgripalínan MAGNEA x AURUM sem frumsýnd var á HönnunarMars í ár, er nú fáanleg í Aurum í Bankastræti. Línan er hönnuð af hönnuðum MAGNEA – Magneu Einarsdóttur og Sigrúnu Höllu Unnarsdóttur en þróuð og útfærð í samstarfi við Guðbjörgu Kristínu Ingvarsdóttur stofnanda Aurum og hennar teymi. Línan inniheldur þrjár litlar línur sem samanstanda af hringum, lokkum og menum og eru allir stílar fáanlegir í möttu silfri eða oxíderuðu.

Innblástur að línunni er sóttur í hugarheim fatamerkisins MAGNEA sem byggir á prjóni. Heimur þar sem útsaumsspor, sjálf prjónalykkjan og óhefðbundin efni fá að njóta sín. Yfirfærslan á þessum smáatriðum og hráefnum í málm er grunnurinn að línunni og stíllinn er sem fyrr – einfaldur með áherslu á smáatriði.

Myndir: Kári Sverriss 
Makeup og hár: Guðbjörg Huldís
Módel: Sigrún Hrefna / Eskimo

Það er alltaf jafn skemmtilegt þegar flott fyrirtæki taka höndum saman og ég tala nú ekki um ef um íslenska starfsemi er að ræða. Skartgripalínan er því frábær og falleg útskriftargjöf en verðinu hefur einnig verið stillt í hóf og kostar línan frá 7.000 – 17.000 krónur.

ÍBÚÐIRNAR MÍNAR Í RVK

Skrifa Innlegg