Ég fékk þetta salat fyrst á Grikklandi í sumar en síðan þá hef ég búið það til reglulega. Þetta er sáraeinfalt, fljótlegt og gott og því oft sem ég bý mér þetta til þegar ég er ein heima eins og núna.
Hálf kjúklingabringa grilluð og krydduð með svörtum pipar og salti. Iceberg skorið niður og sett í skál ásamt avókadó. Svo helliru slatta af gæða extra virgin ólífuolíu yfir allt sem er í skálinni og að lokum er góðum parmesanosti stráð yfir. Þetta gæti eiginlega ekki verið einfaldara en ég mæli með að venja sig á að nota góða kaldpressaða ólífuolíu óhitaða í matargerðina.
Þetta er eitt af því sem Ítalía hefur kennt mér og í dag borðum við ólífuolíu með öllu, hvort sem það er salatið, kjötið, fiskurinn eða pastað. Hollari og betri sósa er ekki til og það er alveg hreina satt eins og Ebba Guðný myndi segja. ;-)
Ég geri ráð fyrir að þið séuð líka að borða ykkar hádegismat núna. Verði ykkur að góðu :-)
Skrifa Innlegg