fbpx

JÓLAPAKKARNIR

Ég vil endilega vera tímanlega í því og benda ykkur á að fallegustu borðarnir fyrir jólapakkana fást í Sostrene Grene, þó svo það sjáist kannski ekkert endilega á þessu video en þá eru þeir virkilega flottir.

Ég kíkti þangað um daginn fyrir afmælið hans Emanuels og var mjög heilluð af úrvalinu sem þær hafa upp á að bjóða. Ég keypti mismunandi bláa borða og batt slaufur utan um glæra kiwi iittala kertastjaka og þannig varð afmælisborðið voðalega fínt. Eins væri skemmtilegt að binda rauðar/hvítar/fjólubláar slaufur utan um stjakana fyrir jólaborðið ?

Þær systur bjóða upp á borða í helling af skemmtilegum litum og í mismunandi stærðum sem gera gjafirnar enn meira spennandi – það er líka svo gaman að gefa vandlega innpakkaðar gjafir. Eruð þið ekki sammála því ? :-)

HEIMA - ZARA HOME

Skrifa Innlegg