fbpx

HÁDEGISMATUR: LITRÍK EGGJABAKA

HeimiliMatur

Það er löngu kominn tími á eitthvað almennilegt frá mér. Ég ætla því að bjóða ykkur uppá eggjaköku sem ég elda nokkrum sinnum í viku fyrir okkur fjölskylduna. Þetta er hugmynd sem ég kokkaði fram fyrir löngu og ætlaði einnig fyrir löngu að vera búin að pósta hingað inn, og geri það því núna. Þeir sem hafa smakkað þetta hjá mér elska þetta og ég er ekki frá því að fólk skemmti sér örlítið við að borða eggjakökuna mína, litagleðin ræður ríkjum og svo er hún afar bragðgóð.

Screen Shot 2014-03-12 at 13.54.58

Screen Shot 2014-03-12 at 13.53.39

Screen Shot 2014-03-12 at 13.56.07

Screen Shot 2014-03-12 at 13.55.31

Screen Shot 2014-03-12 at 13.56.29

Screen Shot 2014-03-12 at 14.00.57

Aðferðin er einföld og um að gera að breyta innihaldinu eftir ykkar höfði eða eftir því sem er til í ísskápnum. Best er að nota miðlungsstóra pönnu og fallegast er að nota litríkt ( og lífrænt) grænmeti.

Svona ferðu að:

Steiktu saman papriku ( gula eða rauða), ferskt spínat og kjúkling ( helst grillaðan). Þegar það er orðið örlítið mjúkt blandaru ferskum mozzarella saman við, leyfir ostinum að bráðna og piprar grænmetisblönduna eftir smekk. Hrærðu öllu vel saman, lækkaðu hitann og jafnaðu grænmetið eins og þú sért að gera hringlaga pizzu. Taktu eggin og spældu þau yfir grænmetið eins og mynd nr. 3 sýnir. Fjöldi eggja fer eftir því hversu stór grænmetis”pizzan”þín er. Best er að byrja á að setja eitt egg í miðjuna og svo restina umhverfis það eða þangað til þú hefur “coverað” allt grænmetið í eggjum, og myndað einskonar blóm. Hækkaðu örlítið hitann og settu lok yfir pönnuna en þannig býrðu til himnuna yfir eggjarauðuna, eins og þið sjáið á myndunum. Kúnstin í þessu er að baka eggin þannig að hvítan er fullelduð en rauðan helst hrá og þannig ertu komin með frábæra sósu sem lekur yfir grænmetið þegar þú færð þér á diskinn.

Ég nota síðan gróft salt, t.d maldon, til að fullkomna máltíðina og svo sker ég niður avókadó og hef með sem meðlæti.

Buon appetito :-)

RFF HÖNNUÐUR: ÞÓRA RAGNARSDÓTTIR

Skrifa Innlegg

10 Skilaboð

  1. Bryndís stefánsdóttir

    12. March 2014

    hvernig borðstofuborð ertu með ? mér finnst það virka svo voðalega flott á þessum myndum.

  2. anonymous

    12. March 2014

    Æðislegar myndir :)

  3. Kristín María

    12. March 2014

    Takk fyrir uppskriftina, ég prófaði hana áðan í kvöldmat og maturinn smakkaðist mjög vel. Ég hafði mína reyndar grænmetis og skipti kjúklingnum út fyrir sætar kartöflu sem ég skar örþunnt niður með ostaskera, og það heppnaðist mjög vel.

    • Ása Regins

      14. March 2014

      Já ég hef einmitt prufað sæta kartföflur líka og það er mjög gott. Gaman að heyra að þú hafir prufað þetta – frábært að fá feedback-ið :-)

  4. Kolbrún Lilja

    13. March 2014

    Skellti í svona í gær, ekkert smá gott, bætti reyndar helling við. Takk fyrir okkur :)

    • Ása Regins

      14. March 2014

      Frábært, gaman að heyra. Verði ykkur að góðu :-))

  5. Hildur

    13. March 2014

    Borðar þú eggjaköku með prjónum :)?

    • Ása Regins

      14. March 2014

      Já ég borða helst allan mat hérna heima hjá mér með prjónum :-)