fbpx

FRIÐARSÚLAN TENDRUÐ

FerðalögÍslandPersónulegt

friðarsúlan-717x350

Friðarsúlan í Viðey verður tendruð með fal­legri athöfn á fæð­ing­ar­degi John Lennons í kvöld kl 20.

Yoko Ono býður öllum sem vilja koma og taka þátt í frið­ar­at­höfn­inni fría sigl­ingu yfir Sundið. Það verður kyrr­lát og fal­leg stemmn­ing í Viðey þetta kvöld. Dagskráin við Friðarsúluna hefst í Viðeyjarnausti klukkan 19:00 með tón­listar­flutn­ingi tón­list­ar­manns­ins Péturs Ben en hann spilar fyrir gesti fyrir og eftir tendrun súl­unnar. Naustið verður lýst upp með kertum og þar verður hægt að setj­ast niður og kaupa sér heitt kakó og dálítið með­læti. Þar mun standa Óska­tré Yoko Ono og geta gestir skrifað á það óskir sínar og hlýtt á fal­lega tónlist. Leikkonan Elva Ósk Ólafs­dóttir verður kynnir kvölds­ins og Kammerkór Suðurlands syngur við athöfn­ina undir stjórn stofn­anda hans, Hilmars Arnar Agnarssonar og flutt verða stutt ávörp.

Siglingar til Viðeyjar verða frá Skarfabakka og hefjast klukkan 18:00. ( www.reykjavik.is)

Ég er að gera mig til fyrir kvöldið, fyrst matur á SNAPS og svo skemmtilegt kvöld í góðra vina hópi.

Sjáumst þar – PEACE

SHOPPING

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Halldóra

    13. October 2013

    Skemmtilegt bloggið þitt ! Það langbesta hér inni. Gaman að þú blandir saman menningu og fallegum myndum inn í bloggið. Bestu kveðjur