Friðarsúlan í Viðey verður tendruð með fallegri athöfn á fæðingardegi John Lennons í kvöld kl 20.
Yoko Ono býður öllum sem vilja koma og taka þátt í friðarathöfninni fría siglingu yfir Sundið. Það verður kyrrlát og falleg stemmning í Viðey þetta kvöld. Dagskráin við Friðarsúluna hefst í Viðeyjarnausti klukkan 19:00 með tónlistarflutningi tónlistarmannsins Péturs Ben en hann spilar fyrir gesti fyrir og eftir tendrun súlunnar. Naustið verður lýst upp með kertum og þar verður hægt að setjast niður og kaupa sér heitt kakó og dálítið meðlæti. Þar mun standa Óskatré Yoko Ono og geta gestir skrifað á það óskir sínar og hlýtt á fallega tónlist. Leikkonan Elva Ósk Ólafsdóttir verður kynnir kvöldsins og Kammerkór Suðurlands syngur við athöfnina undir stjórn stofnanda hans, Hilmars Arnar Agnarssonar og flutt verða stutt ávörp.
Siglingar til Viðeyjar verða frá Skarfabakka og hefjast klukkan 18:00. ( www.reykjavik.is)
Ég er að gera mig til fyrir kvöldið, fyrst matur á SNAPS og svo skemmtilegt kvöld í góðra vina hópi.
Sjáumst þar – PEACE
Skrifa Innlegg