fbpx

FALLEG HÚÐ MEÐ LISA ELDRIDGE

BrúðkaupMakeup

Í framhaldi af stuttbuxnafærslunni minni um heitasta sumartrendið má ég til með að benda á eitt gott tutorial frá Lisa Eldridge, How To Make Your Legs Look Great. Lisa, sem hefur farðað ansi margar forsíðustúlkur fyrir stærstu tímarit heims, hlýtur því að vera með öll helstu trixin í bókinni á hreinu og því sjálfsagt að hlusta á hana.

Eftir að hafa horft á videoið ætla ég að kaupa mér PRTTY PEAUSHUN Skin Tight Body Lotion fyrir sumarið (fæst HÉR). Lisa segist nota það á stjörnunar fyrir rauða dregilinn en þau lýsingaorð sem hún notar um þetta krem eru bara of falleg til að kaupa það ekki. Ef þið nennið ekki eða hafið ekki tíma til að horfa á allar tíu mínúturnar spólið þá bara á mínútu 3:20 og hlustið á hana tala um Prtty Peashun, ég er alveg dolfallin.

Við ættum því allar að geta verið með flekklausa Hollywoodhúð í sumar og eins ef þú ert tilvonandi brúður, að þá er þetta eitthvað sem þú ættir ekki að láta framhjá þér fara.

ANTI-AGING JUICE

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Ella

    24. March 2014

    Elskana..gæti hlustað á hana tala tímunum saman

    • Ása Regins

      25. March 2014

      Ég líka.. það er ótrúlegt að horfa á þessi video, hún gjörsamlega dáleiðir mig !!