Tengdamamma mín er að fara til Ameríku og bað mig því um að fara á netið og senda sér myndir af einhverju sem gæti verið sniðugt fyrir Emanuel í afmælis og/eða jólagjöf.
Ég setti saman nokkra af þeim hlutum sem ég sá svona í fljótu bragði og ákvað að deila þeim með ykkur í leiðinni. Ég er sérstaklega hrifin af geimfara rúmfötunum frá J.Crew og svo er bláa dúnúlpan úr GAP líka mjög flott og fær mjög góðar umsagnir á netinu.
Gleraugun fengu svo að fljóta með því þau eru cool :-)
Ef það eru stelpumömmur þarna úti sem vilja fá samantekt á fínu dóti fyrir stelpurnar að þá megið þið endilega láta í ykkur heyra – annars held ég mig bara við strákana :-)
Skrifa Innlegg