fbpx

CARNEVALE: RISAEÐLUBÚNINGUR

BörnFerðalögFötVerona

Í byrjun febrúar var hið árlega karnival haldið hátíðlegt hér í Verona. Nú hef ég verið svo heppin að hafa verið viðstödd þessa hátíð fimm ár í röð og alltaf er þetta jafn skemmtilegur dagur. Í ár var þetta þó aðeins skemmtilegra þar sem Emanuel gat tekið virkan þátt í hátíðarhöldunum sem stóðu frá morgni til kvölds. Karnivalið er í rauninni margra klukkutíma skrúðganga sem fólk á öllum aldri tekur þátt í. Aðal málið er síðan að vera með nóg af confetti, sem þið sjáið á myndunum, til að kasta í allt og alla og þannig skemmtum við Emanuel okkur í góðra vina hópi, langt fram á kvöld.

10985548_10153084857824793_1833589526243490009_n

10922451_10153084858054793_7807030368573479654_n

10968419_10153084858384793_8074397230288552500_n

10959331_10153084859094793_7943795424493160061_n

Ég veit að öskudagurinn er búinn heima á Íslandi, en það eru alveg örugglega einhver börn sem elska risaeðlur jafn mikið og sonur minn og myndu elska að eiga svona búning. Risaeðlubúningurinn sem Emanuel er í á myndunum er frá Pottery Barn en þeir gera venjulega mjög flotta búninga fyrir börn á ágætis verði. Þennan keypti ég á Ebay ónotaðan og nýjan á 50dollara, sjá HÉR – og lét senda til Ítalíu.

Það er alltaf gaman að heyra af skemmtilegum og góðum vörum og því langaði mig að deila þessu með ykkur, lesendur góðir :-)

FRÁBÆR HÁDEGISMATUR

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Svart á Hvítu

    3. March 2015

    Draumur fyrir lítinn risaeðlustrák að upplifa svona flott carnival, greinilega mikið lagt í þetta úti… hmmm ekki það sama hægt að segja um öskudaginn haha;)

  2. Sonja Marsibil

    3. March 2015

    Svo flott allt saman!!