fbpx

BABY: SHOP

Börn

Eftir mjög busy jólamánuð og góð jól heima á Íslandi erum við komin aftur út til Verona – í rútínu. Undanfarna daga hef ég verið að losa mig við óþarfa dót, húsgögn og skrautmuni, henda úr skápum og skúffum og síðast en ekki síst, henda úr geymslunni. Það eru örugglega fleiri en ég sem fá svona brjálæðislegt þrifæði á meðgöngu en ég vil helst hafa ekki neitt hérna inni nema hvít rúm, hvít sængurver og hvít barnaföt. Allt hvítt og tómar skúffur.

Semsagt, undirbúningurinn fyrir baby er byrjaður en von er á barninu í kringum 20.febrúar. Ég á flest frá því Emanuel var lítill sem ég get notað ( enda allt hvítt ) en það er þó tvennt sem ég ætla að bæta við.

 

906533_740822552637353_9112721590666015772_o

1617123_692183194167956_881083325_o

 

Þetta litla hvíta rimlarúm ætla ég að kaupa og nota allra fyrstu mánuðina. Það er frá Hollenska húsgagnaframleiðandanum Kidsmill, sem gerir mjög vandaðar vörur.

.. og svo sá ég þetta Cocoonababynest frá Red Castle sem ég ætla að kaupa líka. Ég held það muni koma sér vel að hafa eitt svona hér frammi þegar ég verð að baka brauð og bakkelsi inni í eldhúsi ( svona eins og alvöru mömmur gera) í fæðingarorlofinu.

cocoonacover-white-collection--500x500-1

231946374alt5

cocobag-quilted-white_1-1

Og svo er þessi cocobag/svefnpoki alveg æði, kaupum hann líka.

X

 

PLAN DAGSINS..

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Sonja Marsibil

    21. January 2016

    Vá! En fallegt…

  2. Sunna

    23. January 2016

    Fallegt. Kannast við þrif æðið :)