fbpx

7X7 RÓÐUR

Hreyfing

unnamed

 

Þessi föngulegi hópur ræðara mun á morgun hefjast handa við að róa til styrktar Fjölskylduhjálp Íslands. Sjömenningarnir munu skiptast á að halda einni róðravél gangandi í sjö daga og sjö nætur, án afláts, en þaðan kemur einmitt nafn verkefnisins, 7×7 róður. Eins og áður sagði mun Fjölskylduhjálp Íslands njóta góðs af átökunum og því er nú hafin áheitasöfnun. Stefnan er að safna áheitum frá einstaklingum og fyrirtækjum með það að markmiði að styrkja fjölskyldur í neyð. Þau leitast því eftir eftir margskonar styrkjum; Varningi, fötum, mat eða fjármagni, sem mun að sjálfsögðu renna óskipt til fjölskylduhjálparinnar.

Hópurinn skorar einnig á þjóðkunna Íslendinga að leggja málefninu lið með því að kaupa róðurstíma af ræðurunum og þannig láta gott af sér leiða til samfélagsins. 

 

10253764_705059989569699_7749414298510185259_n

– Svona verður róðrinum skipt niður á milli hópsins –

Ef þú hefur tök á að styrkja málefnið er hægt að hringja í styrktarsímanúmerin hér fyrir neðan eða leggja inn á styrktareikning verkefnisins:  528-14-403477 – kt. 0207823239
Styrktarsímanúmerin eru:
9081101 – 1000 kr
9081103 – 3000 kr
9081105 – 5000 kr
Sjömenningarnir verða í Ísland í dag á Stöð 2 í kvöld og einnig er facebooksíða þar sem hægt er að fylgjast með, sjá HÉR.
10799506_10152552021513412_1934732194_n
Róðurinn hefst klukkan tólf á hádegi á morgun og mun ljúka klukkan ellefu á föstudaginn, VIKU SÍÐAR!!
Mér fallast hendur við það eitt að skrifa um þetta, og því hef ég lagt mitt af mörkunum.
Í leiðinni skora ég auðvitað á alla sem hafa tök á að gera slíkt í hið sama.
Margt smátt gerir eitt stórt – því þörfin er svo mikil!

ERTU HEKLARI ?

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

  1. Sara

    7. November 2014

    Frábært framtak! :) Ef maður vill fara með fatnað og annan varning til styrktar fjölskylduhjálp, hvert er best að fara??? Iðufell 14?

    • Ása Regins

      7. November 2014

      Hæ Sara.. já þú getur farið með varninginn í Iðufellið en svo er FÍ einnig með útibú á fleiri stöðum: Hamraborg 9 Kópavogi, Strandgötu 24 Hafnarfirði og Baldursgötu 14, Reykjanesbæ. :-)

  2. Matteus

    11. November 2014

    Finnst fallegt af þér að gefa en guð talar um að gefa í hljóði…hefði getað blurrað út upphæðina…

    Matteus 6
    1Varist að iðka réttlæti yðar fyrir mönnum, þeim til sýnis, annars eigið þér engin laun hjá föður yðar á himnum.

    2Þegar þú gefur ölmusu, skaltu ekki láta þeyta lúður fyrir þér, eins og hræsnarar gjöra í samkunduhúsum og á strætum til þess að hljóta lof af mönnum. Sannlega segi ég yður, þeir hafa tekið út laun sín.

    3En þegar þú gefur ölmusu, viti vinstri hönd þín ekki, hvað sú hægri gjörir, 4svo að ölmusa þín sé í leynum, og faðir þinn, sem sér í leynum, mun umbuna þér.

    • RR.

      13. November 2014

      það vill svo merkilega til að það fara ekki allir eftir því sem “guð” talar um.