Það sem gerir dagana mína enn betri:
- Rólegir morgnar – Ég eeelska að vakna extra snemma og byrja daginn á góðum kaffibolla og engu stressi. Það leggur línurnar fyrir daginn.
- Hitta fólkið mitt – Ég er miss social butterfly og legg mikla áherslu á að eyða tíma með kærastanum, fjölskyldu og vinkonum.. enda er það lang skemmtilegasta fólkið.
- Eyða minni tíma á social media – It feels so goooood! Það er mjög gott að logga sig út og finna að maður þarf ekki alltaf að fylgjast með öllum.
- Borða hollan og góðan mat – Þarf varla að útskýra. Mér líður lang best eftir hollan og góðan mat, bæði líkamlega og andlega.
- Æfa – Góð æfing fullkomnar daginn!
- Lesa/ hlusta á podcast – Það er svo gott að gefa sér tíma til að lesa góða bók eða hlusta á lærdómsríkt og gott podcast. Ég mun aldrei hætta að mæla með bókinni ‘Solve for happy’ eftir Mo Gawdat sem Ben Bergeron gaf mér. Allir ættu að eiga þessa bók!
Ein frá Austurríki í lok janúar :)
Arnhildur Anna xxx
Skrifa Innlegg