Góðan daginn!
Síðastliðnar vikur höfum við fjölskyldan verið á flakki um Ítalíu en tilefnið er fimmtugsafmæli elsku mömmu.
Ég kemst ekki hjá því að deila með ykkur minni upplifun og myndum frá æðislegu hóteli sem við gistum á í 3 nætur. Hótelið heitir La Meridiana Montieri og er staðsett í Tuscany. Það er rekið af Íslendingum sem gerir upplifunina enn persónulegri og heimilislegri :) Hótelið er ótrúlega fallegt að innan sem utan og maturinn var æði. Í garðinum er geggjuð sundlaug með útsýni yfir hæðir Tuscany og nóg af húsgögnum til að slaka á og njóta útsýnisins.
Það sem mér fannst standa uppúr er afslappaða andrúmsloftið sem fylgir því að dvelja þarna, en þau eru með asna, geitur og hund sem eru laus um svæðið. Smá sveitafílingur sem ég elska! Ætla að leyfa myndunum að tala :)
Svo fallegt lobby
Ein fallegasta útisturta sem ég hef séð!
Og sundlaugin er geggjuð :)
Asna krútt
Ég mæli svo sannarlega með þessu hóteli ef þið eruð að skipuleggja ferð til Ítalíu :)
Arnhildur Anna
Instagram: arnhilduranna
Skrifa Innlegg