GLEÐILEGT NÝTT ÁR ✨
Nú þegar nýtt ár er gengið í garð setur fólk gjarnan í fimmta gír í ræktinni, öll gym landsins fyllast og flestir vilja bæta upp fyrir sukkið yfir hátíðirnar. Við Katrín vorum báðar sammála um að þetta efni væri gott efni í pistil og ég fékk hana til að svara nokkrum spurningum. Ef þetta er ekki hvatning fyrir lesendur þá veit ég ekki hver ætlar að peppa ykkur hahaha!
Mér finnst ég svo heppin að eiga elsku KT sem eina af bestu vinkonum mínum ♥︎ Það er ALLTAF góð hugmynd að leita til hennar enda er hún viskubrunnur og mér finnst hún í alvöru vita allt. Ekki skemmir fyrir hvað hún er bilaðslega skemmtileg og lýsir alltaf upp herbergið. Fyrir þá sem ekki þekkja Katrínu Tönju þá er hún tvöfaldur heimsmeistari í Crossfit (2015 og 2016) og frábær fyrirmynd fyrir alla.
Discipline > motivation
Hver er þín skoðun á aga og hefðum vs. motivation til að ná sem bestum árangri?
“En svo hverfur stundum motivationið & þessir hlutir verða erfiðari.”
Motivation er geggjað. Einhvernveginn án þess að þurfa að hafa mikið fyrir því þá LANGAR manni að vakna fyrr til að mæta á æfingu, þá velur maður sér frekar kjúklingasalatið heldur en hamborgarann & að segja nei við eftirréttinum. Maður VILL virkilega taka frá tíma til að lesa bókina sem maður ætlaði sér eða byrja að hugleiða (útaf new year new me ??♀️✨)
En svo hverfur stundum motivationið & þessir hlutir verða erfiðari. Maður dettur í það að velja auðveldari valkostinn: sofa aðeins lengur frekar en að vakna á æfingu. Grípa samloku í næstu búð frekar en að búa til nesti heima. Horfa á einn þátt í viðbót á Netflix frekar en að fara að snemma að sofa.
Þegar þetta gerist tekur við aginn! Mér finnst gott að temja mér reglur & setja mörk þar sem þessir hlutir sem mig langar að gera & eg veit að mer líður vel á, séu komnir inn í rútínuna hjá mér. Þá er þetta ekki spurning, heldur eitthvað sem eg hef tamið mér að gera. Það er auðvitað ekki alltaf auðvelt, en ég veit mér líður alltaf betur eftirá & ég verð ánægðari með sjálfa mig.
Hvaðan kemur þinn drifkraftur?
“Eg er líka rosalega forvitin & eg vil vita hvað eg get orðið góð”
Hann kemur í rauninni úr mörgum áttum. Ég fæddist með keppnisskap & oft er það bara KEPPNI sem drífur mig áfram. Eg er líka rosalega forvitin & eg vil vita hvað eg get orðið góð. En eg held að aðaldrifkrafturinn minn se sá að í gegnum þetta ferli hef eg verið svo heppin að fá að veita öðrum innblástur. Hvort sem það er gegnum bókina mína, á instagram eða öðrum fjölmiðlum. Þegar þetta verður erfitt hja mer þa vil eg vinna harðari höndum til að vera betri, eg vil geta sýnt öðrum með minni eigin þrautseigju að allt se hægt.
Er eðlilegt að nenna/ vilja ekki mæta á hverja einustu æfingu?
“Stundum þarf maður að sigra sjalfan sig.”
JÁ! Algjörlega. Ég held það se gott fyrir alla að vita að meira að segja afreksíþróttafólk vill ekki alltaf gera intervölin sín eða mæta í sund eldsnemma á morgnana. En þá minni eg mig alltaf á afhverju ég geri þetta & eg VEIT að mer mun liða svo vel þegar ég er buin. Maður er alltaf extra stoltur eftir æfingar sem var erfitt að fara a. Stundum þarf maður að sigra sjalfan sig.
–
–
–
TOP 3
Top 3 lög sem koma þér í gírinn? Heart of a champion – Nelly (ALLTAF), We found love – Rihanna, öll by Justin bieber lög
Top 3 snarl fyrir æfingu Banani, hafragrautur, hafralatte
Top 3 æfingar Hlaup, hjól & muscle up (er að læra elska það!!)
Top 3 gym outfits Ég elska Nobull head to toe & eg elska allt matching!! Mer finnst best að vera i upphaum tights (sem eg bretti svo niður, finnst það þægilegast upp a að stjorna waistbandinu sjalf) & upphaum iþrottatopp. Eg æfi oftast i hlaupaskóm nema eg se að lyfta.
Top 3 leiðir til að hita upp Hlaup, hjol & ski erg velin. Eg tek yfirleitt intervöl a fyrstu æfingunni minni & nota það til að hita upp. Eitt gott til dæmis er 10x400m hlaup á hverjum 3 min.
Top 3 hlutir í æfingatöskunni þinni Varasalvi, tyggjó & preworkout
Top 3 matur Egg, hafrar & burritos
Top 3 veitingastaðir Gló, sushi social & coocoo’s nest finnst mer mega kosy um helgar með vinkonunum.
Top 3 quotes Be the best ME// Hard work pays off// Be where your feet are.
–
–
–
–
TAKK fyrir spjallið elsku besta xxx
Þú getur fylgst betur með Katrínu Tönju HÉR
Skrifa Innlegg