fbpx

Arnhildur Anna

FJÓRAR EINFALDAR UPPSKRIFTIR/ BAREBELLS X ÍRIS

Halló halló!

Mig langar að deila með ykkur fjórum uppskriftum sem elsku Íris snillingur setti saman fyrir okkur og notaði vörur frá Barebells með :) Barebells er sænskt fyrirtæki sem framleiðir prótínbætt snarl (sjeika, prótínstykki og ís) sem bragðast fáránlega vel og er því tilvalið að nota vörurnar í baksturinn.

Útkoman heppnaðist fáránlega vel og uppskriftirnar eru allar einfaldar og sjúklega góðar!

Getið fylgst betur með Írisi HÉR en ég elska allar uppskriftirnar hennar því þær eru svo einfaldar, tekur geggjaðar myndir og svo er hún líka sjúklega fyndin!! Já ég er mikið fan

 

XMAS BROWNIE

 Innihald

  • 180 gr sykur
  • 4 egg
  • 200 gr suðusúkkulaði
  • 200 gr smjör
  • 1 dl hveiti
  • 2 xmas fudge Barebells stykki

Aðferð

  1. Þeytið saman sykur og egg þar til það verður létt og ljóst
  2. Bræðið smjör og súkkulaði saman yfir vatnsbaði
  3. Skerið niður xmas stykki í smáa bita
  4. Bætið öllu saman við egg og sykur blönduna og hrærið varlega í á meðan
  5. Setjið bökunarpappír í botn formsins svo að hann nái upp yfir kanta formsins
  6. Setjið inn í 180 gráðu heitan ofn og bakið í 20-25 mín á blæstri

Takið út og skerið í litlar sneiðar. Vá hvað ég held að þessi kaka sé fullkomin með ís!

DÖÐLUKÚLUR

Innihald

  • 1 xmas fudge Barebells stykki
  • 10 döðlur
  • 2 msk kakó
  • 3 msk súkkulaðismyrja
  • ½ msk sætuefni

Súkkulaðihjúpur

  • 100 gr bráðið mjólkursúkkulaði að eigin vali
  • Skraut til að strá yfir: snjókorn, sykurperlur eða kókosflögur

Aðferð

  1. Setjið öll hráefni í blandara (ekki hráefnum súkkulaðihjúpsins) og blandið hráefnunum saman þar til þið getið myndað kúlur úr deiginu. Skellið kúlunum svo inn í ísskáp í smá stund.
  2. Bræðið smá hluta af súkkulaðinu, eins og 10 gr.
  3. Dýfið oddinum á pinnanum í bráðið súkkulaðið og þaðan inn í kúlurnar, sem þegar hafa kólnað aðeins í ísskápnum. Leyfið pinnunum síðan að storkna aðeins í kúlunum.
  4. Bræðið restina af súkkulaðinu og dýfið kúlunum ofaní.
  5. Stráið skrautinu yfir kúlurnar á meðan súkkulaðið er enn móttækilegt og setjið þær svo inn í ísskáp. Leyfið þeim að kólna í nokkrar mínútur.

CHRISTMAS ROAD 

Innihald

  • 200 gr suðusúkkulaði
  • 200 gr mjólkursúkkulaði
  • 60 gr pekanhnetur
  • 60 gr macadamia hnetur
  • 40 gr kókosflögur
  • 2stk xmas fudge Barebells stykki

Aðferð

  1. Bræðið súkkulaði yfir vatnsbaði eða í örbylgju.
  2. Setjið bökunarpappír í fat sem er sirka 20cmx20cm
  3. Hellið súkkulaðinu ofan í
  4. Skerið Barebells stykki og pekanhnetur í litla bita
  5. Dreyfið þessu öllu ásamt kökusflögum yfir súkkulaðið.
  6. Frystið í 15 mín
  7. Skerið/brjótið í hæfilega stóra bita

JÓLAKAKÓ FYRIR 2 

Innihald

  • 2 Flöskur súkkulaði Barebells sjeikar
  • 1 tsk vanilludropar
  • Þeyttur rjómi
  • 1 Mintu Barebells stykki

Aðferð

Hitið súkkulaðisjeikinn ásamt vanilludropum við vægan hita í potti. Þegar blandan er orðin heit helliði í bolla og toppið með rjóma og niðurskornu mintu Barebells stykki.

Við tókum einnig upp stutt bökunarvideo en þau eru á Barebells instagramminu! Þetta er allt saman galið girnilegt.

Njótið þess að baka yfir hátíðirnar xxx

Arnhildur Anna

NOCCO POP UP Í 101

Skrifa Innlegg