fbpx

Arnhildur Anna

FJÓRAR ÁSTÆÐUR TIL AÐ LYFTA LÓÐUM

Góðan daginn!

Mig langar til að nefna fjórar góðar ástæður fyrir því af hverju það er gott fyrir líkama og sál að lyfta lóðum. Ég gæti auðvitað talið upp fleiri en mér finnst þessar standa uppúr!

  • Þegar við lyftum lóðum verður líkaminn sterkari og heilbrigðari og þannig aukum við lífsgæðin (að mínu mati). Líkamlegur styrkur er afar mikilvægur til að takast á við hversdagsleg verkefni og gerir okkur lífið auðveldara á margan hátt. Til dæmis að bera þunga innkaupapoka, halda á börnum, sinna áhugamálum, stunda íþróttir og sjá um heimilið. 
  • Lyftingar hægja á öldrun. Þegar þú lyftir lóðum styrkirðu beinin og minnkar þar af leiðandi líkurnar á beinþynningu. Besta dæmið er afi minn sem lyftir lóðum nokkrum sinnum í viku. Hann er beinni í baki og sterkari en nokkru sinni fyrr. Ég ætla að verða jafn kúl og hann! 
  • Lyftingar eru mjög eflandi fyrir sjálfið og ég held að margir séu sammála mér þegar ég segi að lyftingar auki sjálfstraust. Maður er stöðugt í keppni við sjálfan sig og að takast á við áskoranir. Það gefur mér að minnsta kosti aukna trú á sjálfri mér þegar ég lyfti þyngd sem ég hef annað hvort ekki lyft áður eða hefur reynst mér erfið. Litlu sigrarnir styrkja okkur. Og það magnaða er að þeir styrkja okkur líka utan gymmsins. Mér finnst ég tilbúnari í verkefni dagsins eftir að hafa lokið æfingu :) 
  • Lyftingar hreinsa hugann og í miðri lyftu verður núvitundin algjör. Ég veit fátt betra en að fara á æfingu og tæma hugann algjörlega. 

 

 

Ég er að minnsta kosti þakklát fyrir styrkinn minn sem nýtist mér á hverjum degi og gerir mér kleift að gera allt sem mig langar til!

Arnhildur Anna xx

instagram: arnhilduranna

ÍTALÍA

Skrifa Innlegg