fbpx

Arnhildur Anna

ÆFINGARÚTÍNA EFTIR SUMARIÐ

Ég viðurkenni það fúslega að mér finnst mest krefjandi að æfa á sumrin af öllum árstíðum og ég get ímyndað mér að einhverjir séu í basli með að koma sér úr sumargírnum yfir í haustrútínuna hvað varðar æfingar. 

Það er bara eitthvað við sumrin sem gerir fólk svo afslappað. Ferðalög með fjölskyldunni, veiðiferðir, útilegur og aðalmálið: rútínuleysi. Ó guð hvað það er samt mikilvægt og gott fyrir líkama og sál að slappa líka af. 

Allavega. Hér eru nokkur atriði sem mér finnst gott að hafa í huga 

  • Rútína. Ég er allavega rútínusjúklingur og vil helst að allir dagar fari eins fram. Þannig ég ELSKA að vera komin á fullt í vinnu og að æfa vel. Í alvöru talað, það gerir svo mikið fyrir mig og það verður auðveldara að halda plani. Góð æfing styrkir mig andlega og hjálpar mér að takast á við verkefni dagsins. 
  • Ný og fersk æfingaföt. Það geta allir verið sammála mér um að ný æfingaföt keyra mann í gang. 
  • Áskrift í líkamsræktarstöð sem hentar þér og æfa þar sem stuðið er. Það finnst mér mjög mikilvægt! 
  • Finna æfingaprógram sem þú hefur gaman af. Það er lykilatriði að hlakka til að mæta á æfingar :) 
  • Að finna gleðina í æfingunum og þitt “why”. Það gerir mikið fyrir mig að minna mig á af hverju ég dýrka að lyfta og að það séu forréttindi að FÁ að lyfta. 

Hreyfing styrkir okkur bæði líkamlega og andlega. Njótið þess að hugsa vel um ykkur xxx

Arnhildur Anna

instagram: arnhilduranna 

 

NÝTT: BAREBELLS CORE BAR

Skrifa Innlegg