fbpx

HEIMA – ZARA HOME

HeimiliPersónulegtVeronaZARA

IMG_5507

Faux fur – Þetta er vafalaust bestu kaupin mín frá Zara Home. Yndislegt og mjúkt teppi, kostar 100 evrur sem er mjög vel sloppið fyrir svona fína vöru.

Hér getið þið skoðað teppin betur en mér sýnist þó liturinn á mínu teppi ekki vera fáanlegur online. Hornið fékk ég í Tekk Company heima á Íslandi.

IMG_6345

Allt á þessari mynd er úr Zara home, fyrir utan hvítu skálina.

IMG_5184

Lampinn í herberginu hans Emanuels, rúmteppið, púðarnir og teppið sem hann liggur á á myndinni hér að neðan.

Allt úr Zara Home.

Það er mjög fallegt úrval af barnavörum og erfitt að velja hvað skal kaupa. Stundum er því bara best að ganga út tómhentur.

Vefnaðarvara, falleg handklæði, skemmtilegir diskar og glös o.s.frv.

IMG_0543

IMG_1842

Vasar úr Zara Home. Í glæra blómapottinum á myndinni hér að ofan var áður ilmkerti – ég græddi því fullkominn vasa undir orkideuna í leiðinni.

IMG_1940

IMG_1995

Silfurlitaði vasinn á þessum myndum er úr Zara Home.

IMG_8964

IMG_5622

Það er mikið og mjög fallegt úrval af alskyns leirtaui í ZARA Home.

Ég kaupi mér öðru hvoru eina og eina nýja teskeið en mér finnst mjög skemmtilegt að skreyta borðhaldið með mismunandi skeiðum. Þessar silfurskeiðar henta t.d vel í sykurkarið eða í ristuðu furuhneturnar.

IMG_5626

Hvíta skeiðin sem er í Royal Copenhagen bollanum er úr Zara Home sem og bakkinn. Ef þig langar í hvít hnífapör að þá eru þau fáanleg HÉR.

Mér finnst líka frábært að þeir selja hnífapörin í stykkjatali og því ertu ekki bundin við einhvern ákveðinn fjölda.

IMG_5700

Litlir diskar undir t.d salt og hvítlauk. Blómapottur og skeið með bambusskafti. Allt úr Zara Home.

IMG_4705

Ég kaupi öll sængurfötin okkar í Zara Home. Þau eru mörg hver handunnin, einstaklega falleg og í mjög góðum gæðum.

IMG_8989

IMG_5022

Uppáhalds skálin mín er úr Zara Home. Steypt skál sem hentar bæði sem skraut og undir salatið með kvöldmatnum.

IMG_5018

IMG_5041

Glasa”mottan” er keypt í Zara Home, en þeir eru með mjög mikið úrval af alskyns glasabökkum, servíettuhringjum og öðru fínerí sem gerir borðhaldið fallegra.

IMG_4945

Silfur öskubakkann nota ég undir skartgripi og annað smádót sem er mér kært. Fáanlegur í Zara Home.

IMG_1590

Ég ákvað að fara í gegnum iPhoto og taka sama nokkrar myndir til að sýna ykkur þær vörur sem ég hef keypt í Zara Home, því þar versla ég mjög mikið fyrir heimilið. Ég skora á ykkur að kíkja við næst þegar þið farið erlendis en þeir bjóða upp á mjög góðar og svo fallegar vörur á sanngjörnu verði. Náttsloppar, inniskór, handklæði, sængurföt og náttföt frá Zara Home gæti t.d verið frábær jólagjöf, fyrir bæði kyn, en almennt eru þær vörur mjög vel heppnaðar hjá þeim. Öll handklæðin mín eru frá ZH og mér finnst ég eiga bestu handklæði ( og náttslopp ) í heimi :-)

Ég held það viti ekki allir af þessari búð og því langaði mig að vekja athygli á henni. Þegar mamma fór með mér í Zara Home í fyrsta skipti sagði hún að henni liði eins og alka í áfengisverslun og ég gæti ekki verið meira sammála ! Maður verður algjörlega sjúkur í allt og stundum ráfa ég bara um því ég get ekki ákveðið hvar ég eigi að byrja. Vörunum er stillt svo fallega upp og lyktin í búðinni fær mann til að langa að flytja þangað inn og fara aldrei aftur út.

… og ég tala nú ekki um fyrir jólin.. allt fína jólaskrautið.. oh my.. ég kikkna alveg í hnjánum!

HIÐ LJÚFA..

Skrifa Innlegg

23 Skilaboð

  1. Hafdís

    26. November 2013

    Klárlega uppáhalds búðin mín! Hérna eru líka nokkrar í borginni okkar þar sem búðin er spænsk! Hjartanlega sammála mömmu þinni með að vera eins og Alki í áfengisbúð þarna inni!

  2. Hófí Magnúsd.

    26. November 2013

    Ótrúlega ótrúlega fallegt heimili sem þú átt Ása! Ég alveg nýt þess að skoða myndirnar :) Hef ekki farið í Zara home en mun klárlega gera það næst þegar ég fer erlendis :)

  3. Karen Lind

    26. November 2013

    Frábær færsla Ása & takk fyrir þetta – ég fer klárlega næstu helgi :-)

    Fallegar myndir, þú þarft að kenna mér smá tækni með myndavélina!

  4. Svart á Hvítu

    26. November 2013

    Dásamlegt heimilið þitt, og myndirnar sem þú tekur eru svo fallegar!

  5. Sara Björg

    26. November 2013

    Mikið sem þið eigið fallegt heimili Ása! Sérlega skemmtilegt að skoða bloggið þitt & sjá hvað þið kunnið að njóta lífsins :) Kveðjur úr rigningunni á Íslandi.

  6. Anna K

    26. November 2013

    Gullfallegt heimili sem þú átt, mætti ég forvitnast hvernig myndavél þú ert að nota ?

    • Ása Regins

      26. November 2013

      Sæl Anna og takk fyrir :-)

      Myndavélin mín er bara Canon Rebel með 85 mm linsu.

  7. Steinunn Hjartardóttir

    26. November 2013

    Flottar myndir hjá þér. Það er gaman að fylgjast með hjá þér, þú hefur mjög gott auga fyrir smáatriðum. Ætla að skoða þessa búð nærst þegar ég fer erlendis :)

  8. Pattra S.

    26. November 2013

    Mikið er heimilið ykkar dásamlega fallegt.
    Ég sé að við erum að nota nkl sömu ilmkerti úr Zara Home undir blóm, snilldar 2 flugur í einu höggi :) Ég DÝRKA þessa verslun og þyrfti akút að skreppa til Hamburg og heimsækja hana med det samme!!

  9. Anna

    26. November 2013

    Vá svo flott!!!

  10. Sonja Marsibil

    26. November 2013

    Sjá Emanuel ofurkrútt – ég fékk sting í hjartað, hann er svo fallegur!! <3 En heimilið ykkar er náttúrulega sjúklega fallegt og kósý og yndislegt! Ég vildi svo mikið að ég kæmist í Zara home reglulega!!! baaaa.. þessi búð fer alveg með mann!

    • Ása Regins

      28. November 2013

      Haha ja manstu hvað þeir voru litlir , fallegir og miklir englar.. Eg trui ekki að þetta litla englabarn mitt hafi getað breyst í þann skæruliða sem hann er í dag.. Haha.. <3

  11. Dúdda

    26. November 2013

    Æðislegar myndir! Ótrúlega fallegt heimilið ykkar.

  12. Sólrún

    26. November 2013

    Bilast yfir þessu! Skil ekki afhverju Zara home er ekki komin heim – kannski eins gott af því að þá myndi ég ekki ráða við mig haha – just like mama ;)

  13. Harpa Hrönn

    27. November 2013

    Dásamlegar myndirnar þínar og heimilið ykkar er það líka. :o)
    Svo gaman að fylgjast með blogginu þínu :o)

  14. Ása Regins

    27. November 2013

    Guð stelpur takk.. gaman að heyra að ykkur finnist það :-)

  15. Andrea

    27. November 2013

    Æði <3

  16. Steinunn

    27. November 2013

    Ótrúlega fallegt heimili og flott myndataka hjá þér. Fékk fullt af hugmyndum frá þessum myndum!

  17. Katrina Hildur

    2. December 2013

    Alltaf allt svooo fallegt hja ter Asa min <3

  18. Guðný

    10. December 2013

    Sæl Ása, mikið hrikalega áttu fallegt heimili! Algjört augnakonfekt!
    Mætti ég nokkuð spyrja þig varðandi fyrstu myndina, hvar fékkstu þennan gullfallega sófa? Og nautið uppi á vegg?

  19. Ása Regins

    10. December 2013

    Sæl Guðný og takk kærlega fyrir, gaman að heyra svona :-)

    Sófinn er keyptur hérna í Verona og er af tegundinni BAXTER ( http://www.baxter.it/en ) hornin fékk ég í Tekk Company heima á Íslandi :-)