Faux fur – Þetta er vafalaust bestu kaupin mín frá Zara Home. Yndislegt og mjúkt teppi, kostar 100 evrur sem er mjög vel sloppið fyrir svona fína vöru.
Hér getið þið skoðað teppin betur en mér sýnist þó liturinn á mínu teppi ekki vera fáanlegur online. Hornið fékk ég í Tekk Company heima á Íslandi.
Allt á þessari mynd er úr Zara home, fyrir utan hvítu skálina.
Lampinn í herberginu hans Emanuels, rúmteppið, púðarnir og teppið sem hann liggur á á myndinni hér að neðan.
Allt úr Zara Home.
Það er mjög fallegt úrval af barnavörum og erfitt að velja hvað skal kaupa. Stundum er því bara best að ganga út tómhentur.
Vefnaðarvara, falleg handklæði, skemmtilegir diskar og glös o.s.frv.
Vasar úr Zara Home. Í glæra blómapottinum á myndinni hér að ofan var áður ilmkerti – ég græddi því fullkominn vasa undir orkideuna í leiðinni.
Silfurlitaði vasinn á þessum myndum er úr Zara Home.
Það er mikið og mjög fallegt úrval af alskyns leirtaui í ZARA Home.
Ég kaupi mér öðru hvoru eina og eina nýja teskeið en mér finnst mjög skemmtilegt að skreyta borðhaldið með mismunandi skeiðum. Þessar silfurskeiðar henta t.d vel í sykurkarið eða í ristuðu furuhneturnar.
Hvíta skeiðin sem er í Royal Copenhagen bollanum er úr Zara Home sem og bakkinn. Ef þig langar í hvít hnífapör að þá eru þau fáanleg HÉR.
Mér finnst líka frábært að þeir selja hnífapörin í stykkjatali og því ertu ekki bundin við einhvern ákveðinn fjölda.
Litlir diskar undir t.d salt og hvítlauk. Blómapottur og skeið með bambusskafti. Allt úr Zara Home.
Ég kaupi öll sængurfötin okkar í Zara Home. Þau eru mörg hver handunnin, einstaklega falleg og í mjög góðum gæðum.
Uppáhalds skálin mín er úr Zara Home. Steypt skál sem hentar bæði sem skraut og undir salatið með kvöldmatnum.
Glasa”mottan” er keypt í Zara Home, en þeir eru með mjög mikið úrval af alskyns glasabökkum, servíettuhringjum og öðru fínerí sem gerir borðhaldið fallegra.
Silfur öskubakkann nota ég undir skartgripi og annað smádót sem er mér kært. Fáanlegur í Zara Home.
Ég ákvað að fara í gegnum iPhoto og taka sama nokkrar myndir til að sýna ykkur þær vörur sem ég hef keypt í Zara Home, því þar versla ég mjög mikið fyrir heimilið. Ég skora á ykkur að kíkja við næst þegar þið farið erlendis en þeir bjóða upp á mjög góðar og svo fallegar vörur á sanngjörnu verði. Náttsloppar, inniskór, handklæði, sængurföt og náttföt frá Zara Home gæti t.d verið frábær jólagjöf, fyrir bæði kyn, en almennt eru þær vörur mjög vel heppnaðar hjá þeim. Öll handklæðin mín eru frá ZH og mér finnst ég eiga bestu handklæði ( og náttslopp ) í heimi :-)
Ég held það viti ekki allir af þessari búð og því langaði mig að vekja athygli á henni. Þegar mamma fór með mér í Zara Home í fyrsta skipti sagði hún að henni liði eins og alka í áfengisverslun og ég gæti ekki verið meira sammála ! Maður verður algjörlega sjúkur í allt og stundum ráfa ég bara um því ég get ekki ákveðið hvar ég eigi að byrja. Vörunum er stillt svo fallega upp og lyktin í búðinni fær mann til að langa að flytja þangað inn og fara aldrei aftur út.
… og ég tala nú ekki um fyrir jólin.. allt fína jólaskrautið.. oh my.. ég kikkna alveg í hnjánum!
Skrifa Innlegg