Þið munið þegar ég klæddist satin jakkafötunum frá Zara. Þá var mér boðið á foropnun í dásamlegri fatabúð hér í Randers sem nefnist F L 4 –Ég mætti auðvitað með bros á vör og smellti nokkrum myndum ásamt því að labba út með nokkrar gómsætar vörur á -20% aflætti, alltaf er maður að ”græða”!
Ég elska Wood Wood peysur, á eina svipaða og þessa gráu
Bjútíful HAY-horn
Wood Wood frakka mátun
Stine Goya
Tom Dixon dásemd
FL4 selur meðal annars föt frá Stine Goya, Wood Wood, Adidas, Nué Notes, Selected Femme einnig heimilisunaði frá Hay. Ekki amalegt fyrir okkur Randers sveitadurga að geta nælt okkur í svona fínerí í fína(ljóta) mollinu okkar. Mæli með þessari snilldar búð ef þið villist einhvern tímann til Randers.
Talandi um fatabúð þá hvet ég ykkur til þess að taka þátt í #trend17 leiknum okkar á Instagram en það eru veglegir vinningar í boði frá Gallerí Sautján. Þið kunnið á þetta, merkja #trend17 á ykkar skemmtilegu outfit-mómentum eða annað lekkert. Ég #trendpattra mun fylgjast vel með á Insta!
..
Remember when I wore this pyjamas suit from Zara.. I was invited to a pre-opening of a wonderful clothing store here in Randers, F L 4, which I of course attended and took some pics as well as enjoying the -20% discount and walked out with couple of goodies. What else! Recommend you visit this lovely store where you can find brands like Stine Goya, Wood Wood, Adidas, Nué Notes, Selected Femme, and Hay. What an upgrade for us Randers rednecks!
PATTRA
Skrifa Innlegg