Mér barst þessi spurning frá Birtu ; Hvað er must að eiga fyrir þetta sumar? Ég tók saman nokkur atriði/flíkur sem mér persónulega finnst ”must” eða vert að eiga fyrir sumarið..
1. Hippabuxur -Lausar afslappaðar buxur en sjálf er ég dolfallin fyrir þessu sniði eins og þið hafið kanski lesið um fyrir stuttu síðan. Ég hef tekið eftir því að þær eru orðnar ansi áberandi í búðunum hér í DK. Komnar til að vera?! Þið þurfið að upplifa þægileikann sem fylgir þessu sem er náttulega mikilvægt atriði fyrir sumarlúkkið.
2. Röndóttar flíkur eru tímalausar og akkúrat þessa stundina ótrúlega áberandi. Af hverju ekki að fá sér einar röndóttar buxur fyrir sumarið?
3. Mynstur í öllum stærðum og gerðum -Gleður augað svo gífulega!
4. Hvítt á hvítu -Þetta tiltekna lúkk er búið að vera á sumartrend listanum mínum í nokkur ár en aldrei verið framkvæmd. Ég er nefnilega með netta fóbíu fyrir hvítum buxum en nú hefur hið ótrúlegasta gerst -Það er rétt, ég keypti mér einar! Loksins hvítar buxur sem mér leið ekki kjánalega í, ljósa mynstrið á hliðunum er ótrúlega vel heppnað finnst mér, minnir örlítið á óska-buxurnar mínar frá Isabel Marant. Verið óhræddar við að klæðast hvítum buxum, þið þurfið bara að finna réttu buxurnar -Tók mig einungis 10 ár!!
Takk Birta fyrir að senda inn spurningu, hvet alla sem liggur eitthvað á hjarta að klikka á spurningarborðann eða hreinlega senda á mig línu á pattra@trendnet.is
..
I got a reader’s question about ”must haves” this summer and put together a few personal faves..
1.Hippie/loose pants / 2. Stripes / 3.Prints / 4. White on white -I finally found myself a pair of white pants after only 10 years of searching!!
PS
Skrifa Innlegg