H&M tilkynnti í dag spennandi samstarf sitt við hið sögufræga og bandaríska gallabuxnavörumerki Lee. Lee var stofnað fyrir meira en 130 árum og eitthvað sem lesendur ættu að þekkja. Markmið samstarfsins er að ýta úr vör næsta skrefi í átt að sjálfbærari framleiðslu fatnaðar úr gallaefni. Útkoman eru fyrstu gallabuxur frá H&M sem eru úr 100% endurunni bómull, þá er merkingu í bakhluta gallabuxnanna sem hingað til hefur verið gerð úr leðri, skipt út fyrir kork og vegan leður.
Samstarfslínan inniheldur allt frá víðum sniðum að sígildum sniðum í anda Lee gallabuxna, fyrir konur, karla og börn, og verður fáanleg í völdum verslunum þann 28. janúar.
“ Okkur fannst frábært að vinna þetta verkefni í samstarfi við Lee, að vinna að sjálfbærara efnisvali við gerð gallabuxna og annars fatnaðar úr gallaefni. Við grandskoðuðum hvert smáatriði og allir lögðu sitt af mörkum. Það er svo gaman að fá að vinna með svona sígildu vörumerki eins og Lee og fá að gefa því smá auka krydd fyrir viðskiptavini okkar um allan heim”
-Jon Loman, hönnuður hjá H&M.
Gallabuxurnar í kvennalínunni eru í víðu sniði og 90’s fílingurinn fær lausan tauminn. Hins vegar fær hinn sígildi Lee’s gallajakki yfirhalningu og er með kúptu sniði í yfirstærð. Gallakorselett gefa kvenlegan blæ, gallasmekkbuxur og skyrtujakkar uppfylla öll skilyrði fyrir praktískan vinnufatnað, ásamt Texloop™ RCOT™ endurunnum bómullarfatnaði sem fullkomnar heildarútlit Lee x H&M.
Trendnet tók saman sitt uppáhald úr línunni –
//TRENDNET
Skrifa Innlegg