Playroom.is er lítið fjölskyldufyrirtæki sem Rakel Jana Arnfjörð Benediktsdóttir og Kristófer Skúli Auðunsson stofnuðu haustið 2019 eftir að vera sjálf orðin foreldrar og fannst vanta fallegan opinn efnivið fyrir son þeirra.
Hinir vinsælu Just Blocks viðarkubbar voru fyrsta varan sem litla fjölskyldan keypti inn í verslunina en þeir slóu svo sannarlega í gegn hjá íslenskum börnum – eftirspurnin var greinilega til staðar.
Viðarkubbarnir henta öllum aldri ..
Viðarkubbarnir eru hannaðir af foreldrum í Póllandi í samvinnu við börnin þeirra. Kubbarnir eru vistfræðilega framleiddir úr náttúrulegum beykivið án þess að vera efnameðhöndlaðir með rotvarnarefnum, málningu eða olíum. Viðurinn kemur frá Póllandi og er einnig FSC vottaður. Kubbarnir eru í 4 stærðum og hafa stærðirnar verið þróaðar til að hámarka hreyfifærni og heilaþroska. Börn sem byggja með kubbunum fá góða æfingu við að þróa fínhreyfingar og samhæfingu augna og handa.
Vinsældir kubbanna hvöttu unga parið til að færa út kvíarnar og nú eru vörumerkin orðin fimm. Auk Just Blocks finnum við merki eins og Kinderfeets, Lubulona, Holztiger og Goki. Allt vandaðar vörur fyrir dýrmæta litla fólkið okkar.
Jafnvægisbrettið sem slegið hefur í gegn ..
Trendnet mælir með heimsókn í verslun Playroom, HÉR. Playroom er á Instagram, HÉR
//
TRENDNET
Skrifa Innlegg