fbpx

TRENDNÝTT

JÓLASÖLUSÝNINGIN ÉG HLAKKA SVO TIL OPNAR Í DAG

KYNNING

Í dag klukkan 15 opnar spennandi jólasölusýning í Ásmundarsal sem stendur fram til áramóta. Sýningin ber titilinn Ég hlakka svo til og um 160 listamenn taka þátt og til sölu verða um 500 listaverk.

Hér mun vera hægt að sjá verk frá bæði nýútskrifuðum listamönnum ásamt nokkrum af þekktustu núlifandi listamönnum landsins. Trendnet mælir svo sannarlega með að kíkja á þessa sýningu!

“Ég hlakka svo til er sölusýning um 160 listamanna. Verið er að endurvekja gamla hefð en sölusýningar voru haldnar fyrir jólin í Listvinasalnum á fimmta áratug síðustu aldar. Þá voru verk þekktustu listamanna þjóðarinnar sýnd samhliða verkum yngri og lítt þekktari listamanna. Um 500 verk verða til sölu á sýningunni og hægt verður að pakka þeim beint í silkiþrykktan jólapappír á innpökkunarstöð Prents & vina sem sjá um sýningarstjórnun. Í Gryfjunni verður sett upp grafíkverkstæði þar sem valdir listamenn eru fengnir til að vinna verk í upplagi á hverjum degi yfir sýningartímabilið.” 

Sjáumst í Ásmundarsal!

// TRENDNÝTT

KÆRLEIKSKÚLAN & JÓLAÓRÓINN 2019 KOMA Í SÖLU Í DAG

Skrifa Innlegg