Tulipop hópfjármagnar sína fyrstu bók til alþjóðlegrar útgáfu
Bókin sem um ræðir ber nafnið „Sögur frá Tulipop: Leyniskógurinn“, en bókin er skrifuð og fallega myndskreytt af Signýju Kolbeinsdóttur, teiknara og vöruhönnuði, sem er annar stofnenda hönnunarfyrirtækisins Tulipop. Sögusvið bókarinnar er magnaða ævintýraeyjan Tulipop, sem Signý hefur skapað, og segir hún söguna af því hvernig sveppasystkinin Búi og Gló hittta skógarskrímslið Freddi í fyrsta sinn. Líkt og í öðrum sögum sem gerast í Tulipop heiminum þá eru meginþemu bókarinnar náttúran og vináttan og er bókin mikilvægt skref í átt að því að gefa Tulipop unnendum fleiri sögur og tækifæri til að tengjast karakterum Tulipop betur.
„Okkur fannst tilvalið að gefa Tulipop aðdáðendum um allan heim kost á að vera hluti af þessu verkefni og taka þátt í að gera bókina að raunveruleika og kynna Tulipop um leið fyrir þeim stóra hópi sem Kickstarter nær til. Markmið okkar er að safna 10.000 USD til að fjármagna prentun bókarinnar en velja má milli átta mismunandi leiða til að taka þátt, til dæmis má greiða 20 USD til að fá rafræna útgáfu af bókinni, en fyrir 75 USD fær viðkomandi sent áritað eintak af bókinni, skemmtilegar Tulipop vörur og þakkarkort“, segir Signý.
Einnig er hægt að velja kaup á svokölluðu „Góðgerðarsetti“ en fyrir hvert slíkt sett sem keypt er þá gefur Tulipop einu barni skólatösku og skólavörur í samstarfi við flóttamannaverkefni Rauða Krossins á Íslandi.
„Ég vona að aðdáðendur Tulipop muni vilja taka þátt í því að gera bókina að veruleika og njóti umbunarinnar sem við höfum sett saman – og jafnvel styðji við gott málefni á sama tíma“, segir Signý.
Markmiðið er að bókin komi úr prentun í fyrstu viku desember og verður þá send öllum þeim sem veitt hafa stuðning í tæka tíð fyrir jól.
Það nýtur vaxandi vinsælda meðal hugverkaeigenda að nota hópfjármögnun til að gefa aðdáðendum kost á að taka þátt í framleiðslu verkefna, en sem dæmi má nefna að nýleg teiknimyndasería um Múmínálfana var að hluta til fjármögnuð með hópfjármögnun, og stórfyrirtækið Aardman Animations notaði hópfjármögnun til að fjármagna þætti um persónuna Morph sem á stóran hóp traustra aðdáenda.
Kickstarter herferðin hefst í dag, þriðjudaginn 22.október og mun ljúka föstudaginn 21.nóvember. Fleiri upplýsingar um herferðina og hvernig hægt er að taka þátt má nálgast HÉR
Um Tulipop – www.tulipop.is
Tulipop er margverðlauna hönnunarvörumerki með höfuðstöðvar og verslun í miðbæ Reykjavíkur ásamt því að vera með skrifstofu í New York. Fyrirtækið var stofnað árið 2010 af Signýju Kolbeinsdóttur, vöruhönnuði og teiknara, og Helgu Árnadóttur, tölvunarfræðingi og MBA, en saman létu þær draum sinn rætast um að búa til einstakt vörumerki sem höfðar til barna á öllum aldri.
Tulipop hefur hlotið mikilla vinsælda bæði á Íslandi og erlendis en fyrirtækið framleiðir og selur vandaðar hönnunarvörur. Auk þess að hafa framleitt tvær teiknimyndaseríur sem byggja á Tulipop heiminum og íbúum hans, sem hafa verið talsettar á fjórum tungumálum og sýndar á bæði RÚV og YouTube rásum Tulipop.
//
TRENDNET
Skrifa Innlegg