Baldur Rafn Gylfason, framkvæmdastjóri bpro á Íslandi og reynslubolti í hárbransanum, sér um hárið á RFF í ár ásamt eintómum snillingum. Hárið á stórum tískuviðburðum sem þessum skiptir gríðarlega miklu máli og, ásamt förðun, fullkomnar það yfirleitt það heildar look sem hönnuður vill ná fram. Trendnet heyrði því í Baldri til að forvitnast um þetta stóra hlutverk sem hann gegnir.
Hver er bakgrunnurinn þinn í faginu?
Bakgrunnur minn er langur í hári. Opnaði mína fyrirstu stofu 1999 sem hét mojo sem varð svo að 2 stofum og með vinsælustu stofum landsins í mörg ár. Þar tók ég og mitt gengi þátt í öllu sem við gátum gert til að byggja okkur upp, hvort sem það voru myndatökur eða sýningar. Við sáum t.d. í mörg ár um Ungfrú Ísland keppnirnar sem var mikil reynsla. Eftir að ég seldi stofurnar hef ég verið heildsali og, eins og ég lít á það, ástæðan fyrir því var að ég vildi geta boðið uppá mun meiri kennslu og stuð fyrir mitt fag en hafði verið í boði á þeim árum sem ég rak mínar stofur. Ég vildi líka vera með fyrirtæki sem væri gúrmei búð fyrir fagfólk, ekkert rugl, bara það besta sem völ væri á og allt sem ég verslaði með væri eitthvað sem ég myndi vilja selja sjálfur og væri stoltur af ef ég væri með stofu.
bpro heildsalan er nú með nokkur merki og öll vel þekkt í bransanum, við höfum haft það að leiðarljósi að reyna að vinna með stofum og fagfólki sem hefur sama áhuga og við á því sem við gerum, þá er bara svo gaman. Okkar helstu merki eru Label.m, HH Simonsen, Davines og nú það nýjasta sem er að gera allt vitlaust á klakanum er brúnkuspray sem heitir Marc Inbane. www.marcinbane.is
Guðný Hrönn Sigmundsóttir vörumerkjastjóri label.m og HH Simonsen, Baldur Rafn, Steinunn Ósk Brynjarsdóttir á Senter og Harpa Ómarsdóttir eigandi Hárakademíunnar og Blondie.
Getur þú sagt okkur frá teyminu sem verður með þér í Hörpu?
Við erum með magnað teymi fyrir RFF. Við label.m á Íslandi erum stór sponsor á RFF í þriðja skipti. Til að vinna svona verk 100% þarf algjöra snillinga til að hanna hárið og vinna með hönnuðunum svo að allt gangi upp á sýningunum. Þar koma 2 reynsluboltar inn, þær Harpa Ómarsdóttir eigandi Hárakademíunnar og Blondie og Steinunn Ósk Brynjarsdóttir á Senter en hún er búin að vinna baksviðs á tískupöllunum og myndatökum í fjölda ára og er einn aðal reynsluboltinn á þessu sviði á landinu í dag. Harpa er ambassador label.m á Íslandi og fer því mikið erlendis í þjálfanir, hún er einnig mjög vön stórum baksviðs vinnum. Þær munu vera með heilan hóp snillinga sem tengjast og koma að mestu frá Hárakademiunni.
Við label.m og bpro gengið munum vera til taks fyrir þann stóra hóp á meðan þetta allt er í gangi, við gerum ráð fyrir að vera rúmlega 20 manns bakviðs tengt hári. Það er ansi gott.
Er undirbúningurinn búinn að vera mikill til þessa?
Undirbúningur er auðvitað mjög mikill fyrir svona stórt verk þar sem ekkert má klikka, allt frá því að hitta hönnuði, hanna hár, undirbúa svæði og passa að ekkert vanti þegar kemur að aðal vinnunni. Sem dæmi um magn af dóti sem við tökum með okkur eru 2 vörupallettur.
Hvaða vöru kemur þú til með að nota hvað mest um helgina ?
Við munum nota label.m vörurnar á RFF, það er sérstaklega gaman því label.m er einn stærsti sponsor London Fashion Week og má eiginlega segja að vörurnar séu hannaðar þar og því passa þær svo vel í svona. Label.m er hugsað útfrá því að geta fengið allt það sem þú vilt fá út eða búa til í hári, það sem er magnað er að það eru svo margar vörur sem eru auðveldar og virka strax sem þarf í svona vinnu. Þær vörur sem munu vera mest notaðar núna eru einnig mest seldu vörur label.m Texturising Volume Spray sem er blanda af þurrshampoo og hárspray, það efni eiga allir að eiga og gera örugglega miðað við sölutölur. Þær vörur sem við munum líka nota mikið eru Volume musse, Sea Salt spray, hairspray, hitavörn, gel.
Hvaða hönnuð ert þú persónulega spenntastur fyrir að sjá um helgina, ef einhver?
Við erum öll mjög spennt fyrir RFF og stolt og glöð að vera partur af þessu. Harpa, Steinunn og þeirra gengi mun rúlla þessu upp og gera magnað hár, margir sem eru ekki eru tengdir inní þennan bransa halda kannski að þetta sé ekkert stór mál EN þetta er mega vinna en hrikalega gaman.
Fyrir þá sem hafa áhuga að fylgjast með okkur þá erum við með mjög virka FB síðu label.m á Íslandi, Snap: bproiceland, insta: label.m_iceland og fyrir þá sem vilja líka fylgjast með öllum okkar merkjum og því sem er í gangi hjá okkur er gaman að fara á FB bpro Iceland. Við erum alltaf með fullt af leikjum og stuði í gangi ásamt því að vera mikið með sýningar og hitt og þetta þar sem við erum að leita af módelum fyrir þá hluti.
–
Við þökkum Baldri kærlega fyrir spjallið og hlökkum til að fylgjast með hár look-unum á RFF í ár.
Rósa María Árnadóttir.
Skrifa Innlegg