Í síðasta þætti mínum lagði ég áherslu á klassíska rétti sem flestir kannast við. Spaghetti Bolognese er án efa einn af þessum réttum, ég elda hann mjög oft og verð aldrei svikin. Fullkomið á köldum haustdegi að gæða sér á bragðmiklum pastarétti og fá sér eins og eitt rauðvínsglas með ef þannig liggur á manni.
1 msk. ólífuolía
100 g beikon
1 laukur
2 stilkar sellerí
2 hvítlauksrif
600 g nautahakk
salt og nýmalaður pipar
1 nautakjötsteningur + 2 dl soðið vatn
1 krukka niðursoðnir tómatar
3 lárviðarlauf
1 msk tómatpúrra
fersk basilíka
Handfylli fersk steinselja
Aðferð:
- Hitið smá ólífuolíu á pönnu.
- Skerið niður beikon í litla bita og steikið þar til það er stökkt. Skerið sellerí, lauk og pressið hvítlauk. Bætið sellerí og lauknum út á pönnuna og steikið, bætið hvítlauknum saman við í lokin.
- Bætið hakkinu út á pönnuna og kryddið til með salti og pipar.
- Þegar hakkið er tilbúið þá bætið þið 1 krukku af pastasósu út á pönnuna ásamt nautasoði.
- Setjið þrjú lárviðarlauf saman við en takið þau upp úr réttinum áður en þið berið hann fram.
- Saxið niður ferska steinselju og basilíku, sáldrið yfir hakkið.
- Sjóðið spaghettí samkvæmt leiðbeiningum á pakkanum.
- Berið fram með Parmesan osti og nóg af honum.
Einfalt hvítlauksbrauð
1 baguette brauð
ólífuolía
2 hvítlauksrif
1 dós sýrður rjómi
1 tsk dijon sinnep
salt og nýmalaður pipar
rifinn Mozzarella ostur
nýrifinn Parmesan ostur
steinselja
Aðferð:
Blandið saman sýrðum rjóma, pressuðum hvítlauk, ólífuolíu, salti og pipar í skál. Skerið baguette brauðið eftir endilöngu og leggið á pappírsklædda ofnplötu. Smyrjið hvítlauksblöndunni yfir brauðsneiðarnar og sáldrið rifnum osti yfir. Bakið við 200°C í nokkrar mínútur eða þar til osturinn er gullinbrúnn. Saxið niður ferska steinselja og dreifið yfir brauðið þegar það kemur út úr ofninum.
Ekki missa af Matargleði Evu öll fimmtudagskvöld á Stöð 2:)
Skrifa Innlegg