fbpx

RFF 2017

CATWALK ÆFING

RFF2015


Trendnet skellti sér á fyrstu gönguæfingu módelanna sem fór fram í Laugum á fimmtudaginn. Tinna Aðalbjörns tók þar á móti nýjum andlitum sem fá tækifærið í ár. Tinna er ekki ný af nálinni þegar kemur að slíku en hún sá um að fullkomna labbið hjá stúlkunum sem voru hverri annarri glæsilegri. Mikið er um ný andlit þetta árið en Trendnet fékk að kynnast nokkrum þeirra örlítið.

SÓLEY SIGÞÓRS

11012264_10203433967200376_449337343_n

Hvað ert þú að gera í lífinu?
Ég vinn sem kaffibarþjónn og hef svo verið að módelast eins mikið og ég get núna undanfarið. Svo drekk ég bara te, horfi á Gilmore Girls og reyni að stunda yoga inn á milli.

Hvernig kom til að þú takir þátt í ár?
Fékk símtal frá Eskimo um að koma í prufu og svo bara gerðist þetta. Af öllu tískutengdu hef ég eiginlega alltaf verið spenntust fyrir runway svo það var kominn tími til að prufa. Það er líka svo gaman á gönguæfingum þar sem við uppgötvum okkar innri Beyoncé.

Hvaða hönnuði ert þú spenntust fyrir á RFF?
Þetta eru allt miklir snillingar, ég kann ekki við að velja á milli. Hlakka mjög mikið til að sjá hvað kemur frá þeim öllum.

SIGRÚN HREFNA SVEINSDÓTTIR

11014766_10206524556101866_587494895_n

Hvað ert þú að gera í lífinu?
Ég stunda nám við Verzlunarskóla Íslands og með vinn sem þjónn á Saffran meðhliða. Svo tek ég að sjálfsögðu að mér verkefni fyrir Eskimo Models inn á milli.

Hvernig kom til að þú takir þátt í ár?
Eskimo hringdi og lét mig vita af prufunum. Ég mætti í þær og svo vildi bara svo skemmtilega til að ég var ein af þeim sem var valinn.

Hvaða hönnuði ert þú spenntust fyrir á RFF?
Ég held ég þurfi að segja Jör. Mér fannst allaveganna outfittin í fyrra alveg klikkuð og það verður spennandi að sjá hvernig þetta verður hjá þeim í ár.

ÞURÍÐUR BJÖRG BJÖRGVINSDÓTTIR

11026573_1043907612292389_1831123710_n

Hvað ert þú að gera í lífinu?
Ég stunda nám við Menntaskólann við Sund og hef verið að æfa og keppa á listskautum síðustu 10 árin.

Hvernig kom til að þú takir þátt í ár?
Ég skráði mig í Eskimo núna í haust. Fór í prufur fyrir RFF í janúar, síðan var hringt í mig síðastliðinn mánudag og mér tilkynnt að ég var valin í þetta verkefni sem mér fannst mjög spennandi að taka þátt í.

Hvaða hönnuði ert þú spenntust fyrir á RFF?
Mér finnst allir þessir hönnuðir spennandi en kannast helst við Jör.

ISABELLA KLARA

11026666_10204292096715833_673452871_n

Hvað ert þú að gera í lífinu?

Í augnablikinu bý èg í Reykjavik með vinkonu minni, er að vinna á Vífilsstöðum sem er öldrunardeild Landsspítalans. Er að fara flytja til london i april, stefnan er að reyna koma ser á framfæri og gera eitthvað nýtt, svo margir möguleikar sem eru boði og hlakka mjög mikið til.

Hvernig kom til að þú takir þátt í ár?

Ég er á samning hja Eskimo og þau bentu mèr á að taka þátt og èg var mjög spennt fyrir því.

Hvaða hönnuði ert þú spenntust fyrir á RFF?
Èg myndi segja eg væri spenntust fyrir Jör, Sigga Maija og Eyland, mèr finnst það allt mjög töff.

KATRÍN LÁRA GARÐARSDÓTTIR

11004914_10153117864923624_522855033_n

Hvað ert þú að gera í lífinu?
Ég er í Verzlunarskóla Ísland, vinn í Vero Moda með skólanum og þess á milli reyni ég að hafa það sem skemmtilegast!

Hvernig kom til að þú takir þátt í ár?
Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á tísku og öllu sem henni tengist. Ég er nýkomin með samning hjá Eskimo og þegar mér bauðst það tækifæri að fá að taka þátt í RFF í ár sagði ég að sjálfsögðu strax já

Hvaða hönnuði ert þú spenntust fyrir á RFF?
Ég er jafn spennt fyrir þeim öllum enda allir ótrúlega flottir hönnuðir.

URÐUR BERGSDÓTTIR

11026750_1544567762498514_1935398202_n

Hvað ert þú að gera í lífinu?

Ég er ný byrjuð aftur á leiklistarbraut í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ eftir smá hlé, er að talsetja teiknimyndir og tek einstaka sinnum að mér verkefni frá Eskimo.

Hvernig kom til að þú takir þátt í ár?
Eskimo hringdi í mig og bað mig um að koma í prufur fyrir þetta og það er erfitt að segja nei við svona frábært tækifæri. Ég er rosalega spennt.

Hvaða hönnuði ert þú spenntust fyrir á RFF?
Mér finnst allir hönnuðirnir frábærir en ég er spenntust fyrir Jör.

catwal1k

Það þurfti nú ekki mikið að kenna skvísunum sporin, þær virtust allar vera með þetta á hreinu. Við hlökkum til að sjá þær á pöllunum!

Rósa María Árnadóttir.

RFF 2015 BLOGG

Skrifa Innlegg