Þessi föngulegi hópur ræðara mun á morgun hefjast handa við að róa til styrktar Fjölskylduhjálp Íslands. Sjömenningarnir munu skiptast á að halda einni róðravél gangandi í sjö daga og sjö nætur, án afláts, en þaðan kemur einmitt nafn verkefnisins, 7×7 róður. Eins og áður sagði mun Fjölskylduhjálp Íslands njóta góðs af átökunum og því er nú hafin áheitasöfnun. Stefnan er að safna áheitum frá einstaklingum og fyrirtækjum með það að markmiði að styrkja fjölskyldur í neyð. Þau leitast því eftir eftir margskonar styrkjum; Varningi, fötum, mat eða fjármagni, sem mun að sjálfsögðu renna óskipt til fjölskylduhjálparinnar.
Hópurinn skorar einnig á þjóðkunna Íslendinga að leggja málefninu lið með því að kaupa róðurstíma af ræðurunum og þannig láta gott af sér leiða til samfélagsins.
– Svona verður róðrinum skipt niður á milli hópsins –
9081103 – 3000 kr
9081105 – 5000 kr
Skrifa Innlegg